Innlent

Lögreglan um 17. júní: Þeir sem leggja ólöglega verða sektaðir

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Lögreglan fylgist vel með á morgun.
Lögreglan fylgist vel með á morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að leggja sérstakt eftirlit með því hvernig bílum verður lagt á morgun, þann 17. júní. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar en hér að neðan má sjá færsluna, með upplýsingum um staðsetningu bílastæða í grennd við helstu hátíðir morgundagsins.

Lögreglan hvetur fólk til þess að leggja í löglegum bílastæðum, þó svo að það þurfi kannski að labba dágóðan spöl. Lögreglan segir göngutúrinn vera bæði hollan og góðan.

„Þá eru 17.júní hátíðarhöld að bresta á með skrúðgöngum, helíum blöðrum og alltof stórum sleikjóum. Fjölbreytt dagskrá verður í öllum bæjarfélögum á svæðinu og lögreglan verður á vaktinni. 



Okkar reynsla er sú að hátíðahöld fari vel fram en  lagningum ökutækja er oft ábótavant. Við biðjum því fólk að gæta að því að leggja löglega – nóg verður af bílastæðum, þótt sum þeirra séu ekki ofan í hátíðarsvæðinu og því gæti þurft að labba smá spöl, en slíkt er bæði hollt og gott. Okkar fólk mun hafa sérstakt eftirlit með bifreiðastöðum og verða þeir sem leggja ólöglega sektaðir.“

Hér að neðan má svo sjá færsluna í heild sinni:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×