Hassið horfið eftir hrun Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Talsmaður RVK Homegrown segir það engin áhrif hafa á markaðinn þegar stórum verksmiðjum er lokað. Fréttablaðið/Daníel Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“