Hassið horfið eftir hrun Snærós Sindradóttir skrifar 30. júní 2014 00:01 Talsmaður RVK Homegrown segir það engin áhrif hafa á markaðinn þegar stórum verksmiðjum er lokað. Fréttablaðið/Daníel Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í haldlögðu magni af hassi frá hruni. Á sama tíma hefur lögregla lagt hald á töluvert meira af grasi og kannabisplöntum. Skýringuna er ekki að finna í því að lögreglu gangi verr að finna hassið heldur hefur algjört hrun orðið í neyslu á efninu. Örvar Geir Geirsson, stjórnarmaður í samtökunum RVK Homegrown sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segir að nánast ekkert hass sé lengur á markaðnum. „Öll framleiðsla á kannabis er orðin innlend. Síðan gjaldeyrishöftin komu á þá hefur verið erfitt að koma fjármagni út úr landinu til að flytja efnin inn. Allt fjármagn fór því í hina áttina, til að fjárfesta í búnaði hér innanlands til að koma upp ræktun.“ Hann segir að þróunina hafi upphaflega mátt sjá þegar lampar og annar ræktunarbúnaður fór að hverfa úr gróðurhúsum.Örvar segir jafnframt að töluverður munur sé á neyslu á grasi og hassi. „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg þróun þar sem grasið fer betur í fólk en hassið.“ Umræða um lögleiðingu vímuefna hefur breyst á síðastliðnum árum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur meðal annars gefið það út að hann vilji endurskoða refsistefnu í fíkniefnamálum. Örvar segir mikla ánægju ríkja meðal neytenda kannabisefna vegna þessa. „Við erum í skýjunum. Þetta virðist allt vera á hinni jákvæðustu leið.“ Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er verðið á grammi af grasi 3.500 krónur og hefur það staðið í stað um nokkurra ára skeið. Sölumenn kannabisefna bjóða jafnan upp á magnafslátt af efninu. Örvar bendir á að ef tekið sé mið af verðlagsþróun og gengisþróun síðustu ára þá hafi kannabisefni í raun lækkað í verði.Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir skýringar á minnkandi hassneyslu vera takmarkaðri aðgang að gjaldeyri. Hann segir lögreglu þó ekki eiga erfiðara með að finna smyglvarning en heimaræktun. „Þetta er alltaf erfitt við að eiga en ef viljinn er fyrir hendi þá getur fólk annaðhvort flutt inn eða framleitt. Síðan er þetta bara spurning um vinnu, aðferðir og mannskap, hvernig gengur að leggja hald á efnin,“ segir Friðrik Smári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur heimaræktun einstaklinga aukist. Sú framleiðsla er ekki hugsuð til sölu á efninu heldur einvörðungu einkaneyslu.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent