Innlent

Reiðhjólaslysum fjölgar

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/heiða
Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru 20% af öllum skráðum umferðarslysum árið 2013 á höfuðborgarsvæðinu reiðhjólaslys. Hlutfallið var hinsvegar 6,5% árið 2008 og hefur því hækkað umtalsvert en þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögregluembættinu.

Bráðabirgðatölur lögreglu það sem af er þessu ári, frá 1. janúar til 25. júní, sýna að hlutfallið er komið í 24%.

Séu tölur hinsvegar skoðaðar frá fyrsta skráða reiðhjólaslysinu á þessu ári sem átti sér stað um miðjan mars og sýnir hvenær reiðhjól voru tekin til kostanna á höfuðborgarsvæðinu á árinu og til 25. júní, þá er hlutfallið 36%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×