Móttaka hótelsins gerð að skyndihjálparstöð Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2014 11:05 Í morgun, sé yfir torgið þar sem fjöldamorðin voru framin 21. febrúar síðastliðinn. VÍSIR/VALLI „Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir. Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Ég sé Maiden-torg þar sem fjöldamorðin voru framin hinn 21. febrúar, fyrir nákvæmlega mánuði, út um hótelgluggann minn,“ skrifar fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson í pistli á Vísi. Heimir Már er ásamt ljósmyndara fréttastofu, Valgarði Gíslasyni, í Kiev í Úkraínu að fylgjast með gangi mála þar, þeir voru komnir til borgarinnar seinni partinn í gær.Móttakan gerð að skyndihjálparstöð „Það var orðið myrkur þegar við komum þannig að við höfum enn ekki séð torgið og nágrenni þess í skýru ljósi. En á leiðinni inn á hótelið sáum við haug af blómum, kertaljósum og ljósmyndum af fólki sem féll,“ skrifar Heimir. Konan, Viktoria, sem er þeim til aðstoðar sagði Heimi að móttaka hótelsins sem þeir dvelja á hafi verið skyndihjálparstöð sem læknar og hjúkrunarfólk í hópi mótmælenda settu upp. Á sama tíma og fréttamenn voru að mynda atburðina á torginu hafi leyniskyttur verið í öðrum gluggum að skjóta á fólk. „Þegar ég spyr Viktoriu hvaða camouflage-klæddu menn séu í lobbýinu og fyrir utan hótelið, hvort það séu lögreglumenn eða hermenn, segir hún að þetta séu byltingarliðar úr röðum almennings sem verja hótelið og fréttamenn, menn eins og mig,“ skrifar Heimir. Viktoria og Julian vinur hennar sóttu Heimi og Valgarð á flugvöllinn og þegar pistillinn er skrifaður eru fjórir og hálfur tími síðan. „Síðan þá hafa þau sagt okkur svo mikið að hugurinn nær ekki að geyma það allt. Bara tilfinninguna af sögum þeirra. Þau eru byltingarfólk. Þau telja að nú standi Úkraína á sögulegum þröskuldi, á hárfínni línu, með einstakt tækifæri sem gæti glatast á einu augnabliki, tækifærinu til að fá að tilheyra frjálsri Evrópu.“„Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“.Sá mann skotinn í höfuðið Julian lýsir því fyrir Heimi þegar hann var staddur fyrir utan heimili sitt ásamt kærustu sinni hinn örlagaríka dag, 21. febrúar. Þau hafi séð ungan mann ganga upp að öðrum manni sem stóð rétt hjá þeim. Maðurinn hafi svo skotið hinn í höfuðið. Á myndinni hér til hliðar sjást þau Viktoria og Julian við blómahaf rétt við hótelið. Þar sést líka ljósmynd af konu sem skotin var til bana af leyniskyttum í mótmælunum. Konan var um fimmtugt. „Viktoria benti okkur á myndina og sagði: „Þetta var venjuleg húsmóðir sem mómælti spillingunni og vildi breytingar fyrir komandi kynslóðir“. „Þetta var þá þannig kona, hugsaði ég með mér. Hún minnti mig á fjölmargar konur á svipuðum aldri á Íslandi, frænkur og vinkonur, en hún var semsagt skotin af leyniskyttu fyrir um mánuði hér fyrir utan hótelgluggann minn,“ skrifar Heimir.Vonbrigðin með Vesturlönd augljós „Þau horfa til Vesturlanda og vonbrigðin yfir viðbrögðum þeirra eru augljós. Þau óttast að land þeirra verði enn og aftur ofurselt einræði og kúgun. Að Pútín nái yfirhöndinni í landinu öllu með efnahagslegum og pólitískum brögðum,“ skrifar Heimir.
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira