Röskva skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. mars 2014 22:39 Röskva harmar að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. vísir/anton Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira