Röskva skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. mars 2014 22:39 Röskva harmar að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. vísir/anton Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira