Davíð Þór segir velgengni afstætt hugtak Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. mars 2014 07:45 Davíð Þór í Berlín Vísir/Úr einkasafni Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“ Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira