Kostnaður við rannsóknina á falli Sparisjóðanna kominn í rúman hálfan milljarð Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2014 19:15 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls Sparisjóðanna verður kynnt í næsta mánuði, rétt um 20 mánuðum seinna en áætlað var. Verkefnið mun viðameira en talið var í fyrstu, segir forseti Alþingis. Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls Sparisjóðanna var skipuð 19. ágúst 2011. Hún átti að skila af sér skýrslu níu mánuðum seinna. Nú, rúmum tveimur árum síðar og rétt um 560 milljónum króna í kostnað, sér loks fyrir endann á verkefninu. „Já, við erum að vona að það sé þannig. Það er stefnt að því að það verði hægt að gefa út skýrsluna í næsta mánuði, nákvæmlega hvenær treysti ég mér ekki til að segja,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. Einar segir að margar ástæður séu fyrir því að skil á skýrslunni hafi dregist svona úr hófi fram. Snemma hafi komið í ljós að verkið hafi verið mun viðameira en ætlað var í fyrstu, umfang Sparisjóðanna hafi verið mun meira en talið var. Þá var þingsályktunartillagan mjög almennt orðuð en þar segir að nefndinni sé ætlað að leita... sannleikans um aðdraganda og orsök rekstrarerfiðleika og gjaldþrots sparisjóðanna á Íslandi. Nefndinni er auk þess falið að rannsaka hvort vanræksla eða mistök hafi valdið fallinu og hverjir beri ábyrgð. Hvernig það skuli gert er síðan lauslega útlistað í sex liðum. „Voru mistök að orða þingsályktunina eins og gert var?“ „Ég held að hún hafi verið alltof opin, hún var ekki nægilega markviss og hún var ekki nógu skýr.“ Einar segir að kostnaður við rannsóknina sé komin í um 560 milljónir króna. „Það er gríðarlega mikil upphæð og gefur auðvitað fullt tilefni til að skoða hvernig við getum staðið betur að þessu. Ég held hinsvegar að það sé ekki við nefndirnar að sakast í þessum efnum heldur miklu frekar að verkefnið er bara stærra en menn ætluðu í upphafi.“ Einar vill ekki ræða innihald skýrslunnar en segir þó að umfang hennar verði mikið. „Hún verður gríðarlega stór í mörgum bindum.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira