Stórhættulegt að leggja upp á gangstétt - "Við erum alltaf að lenda í þessu" Boði Logason skrifar 21. janúar 2013 21:55 Hér sést hvernig dóttir Bryndísar, kemst ekki framhjá bílnum nema með því að fara út á götu. Mynd/Snædís Hjartardóttir „Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Þetta er algjör hugsunar- og tillitsleysi í fólki. Við höfum búið erlendis og maður sér þetta ekki þar - þetta er eitthvað sér íslenskt," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, sem fór í gönguferð í dag ásamt tveimur dætrum sínum sem ferðast um í hjólastólum. Á stuttum tíma rákust þær mæðgur á fjóra bíla sem voru lagðir upp á gangstétt, svo þær áttu engan annan kost en að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Bryndís segir að mjög algengt sé að bílstjórar leggi upp á gangstétt til að stytta sér leið. Hún segir að það hafi verið óvenjulega margir bílar sem hafi verið lagt ólöglega í dag. „Þetta er mjög víða og færist í aukana eftir því sem maður fer niður í miðbæ. Það er einnig mjög slæmt í kringum Lágmúlann, þar sem við vorum á göngu í dag. Í öll skiptin þurftum við að fara út á götu til að komast framhjá. Það er kantur niður og svo aftur kantur upp á - það er bæði stórhættulegt og erfitt að gera þetta. Við erum alltaf að lenda í þessu," segir Bryndís. Bryndís segir að dóttir hennar, Snædís, hafi í samstarfi við Blindrafélagið útbúið spjöld þar sem fólki var bent á að það hafi lagt ólöglega. „Við hittum svo borgarstjórann og honum leist rosalega vel á þetta, og lét útbúa spjöld í nafni Reykjavíkurborgar. Svo óheppilega vildi til að við vorum bara ekki með spjöldin á okkur í dag.“ Þær reyna að taka þessu með jafnaðargeði. „Einu sinni var maður alltaf brjálaður og hugsaði: Aumingja þeir að vera svona vitlausir. En núna er okkar vopn að taka myndir af þessu og sýna fólki," segir hún. „Fólk þarf að hafa í huga að þetta eru ekkert bara fatlaðir í hjólastólum, heldur einnig gamalt fólk og barnafólk með tvíburavagna, sem kemst ekki leiðar sinnar þegar fólk leggur upp á gangstétt," segir hún að lokum.Fleiri myndir má sjá á Facebook-síðu Snædísar Hjartardóttur, dóttur Bryndísar.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira