Eðli rappsins: Að halda því alvöru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Gísli Pálmi Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira