Eðli rappsins: Að halda því alvöru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Gísli Pálmi Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira