Íslendingar skæðustu lyfjaneytendur í heimi Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2013 11:50 Magnús Jóhannsson: Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár. Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“ Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira