Íslendingar skæðustu lyfjaneytendur í heimi Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2013 11:50 Magnús Jóhannsson: Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár. Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“ Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira