Innlent

Óréttlæti gegn hinsegin fólki í Rússlandi mótmælt

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Í sumar voru haldin kossamótmæli fyrir utan rússneska sendiráðið.
Í sumar voru haldin kossamótmæli fyrir utan rússneska sendiráðið.
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið klukkan 17 í dag. Mótmælin eru liður í alþjóðlegri mótmælabylgju þar sem verið er að mótmæla nýjum lögum í Rússlandi sem banna að talað sé um hinsegin fólk opinberlega.

Á Facebook sinni hvetur Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, fólk til að mæta og vera í rauðu ef tök eru á. Hún hvetur fólk þó umfram allt til þess að mæta til þess að sýna að Íslandi sé ekki sama.

Mikil ólga er í Rússlandi vegna nýju lagasetningarinnar. Um helgina var 24 ára gamall karlmaður, Dmitry Isakov, handtekinn þar sem hann hélt á mótmælaskilti sem á stóð að það væri eðlilegt að vera samkynhneigður og elska aðra samkynhneigða. En að beita samkynhneigða ofbeldi og að myrða þá, væri glæpur. 

Í dag eru tveir dagar þar til G20 fundurinn verður haldinn í Pétursborg en þar koma saman leiðtogar 20 stærstu iðnríkja heims. Forseti Rússlands og Barack Obama forseti Bandaríkjanna verða meðal þáttakenda.

Af því tilefni hefur verið boðað til mótmæla um allan heim og meðal annars verða mótmæli fyrir utan rússneska sendiráðið í Osló rétt eftir hádegi í dag. Þar er fólk hvatt til þess að koma með strengjahljóðfæri eða trompet og þar á að spila vals úr serenöðu fyrir strengi eftir Tchaikowsky og bítlalagið „All you need is love“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.