Bono eyðir áramótunum á Íslandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. desember 2013 16:26 Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira
Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann
Mest lesið Allar vefmyndavélarnar á einum stað Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Innlent Íslendingur handtekinn í Rússlandi Erlent Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Erlent Kastaði hundi í lögreglumann Innlent Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Innlent Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Engin endurtalning í Kraganum Tilnefningum til manns ársins rignir inn Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Eining um hvalveiðar innan starfsstjórnar Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Fá engin svör og íhuga réttarstöðu sína Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Hvalveiðar ræddar í ríkisstjórn og enn setið við stjórnarmyndun Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu „Ég hef átt ákveðin samtöl“ Landris virðist hafið að nýju Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Sjá meira