Bono eyðir áramótunum á Íslandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. desember 2013 16:26 Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Bono, söngvari U2, mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum. Hann lenti með einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag eftir flug frá Dublin. Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara þá mun Bono og fjölskylda líklega halda aftur af landi brott á morgun. Það er þó óvíst og gæti vel farið svo að dvöl tónlistarmannsins verði lengri. Vísir var á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar Bono kom til landsins. Hann gaf ekki færi á viðtali en veifaði til fréttamanns og tökumanns Stöðvar 2. Með í för var Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damien Rice. Bono eða Paul David Hewson sem hann heitir réttu nafni, er söngvari hljómsveitarinnar U2 sem er ein þekktasta hljómsveit heims. Ekki er vitað til þess að Bono hafi áður komið til Íslands. U2 hefur gefið frá sér 12 hljóðsversplötur á ferlinum og á sveitin sér marga aðdáendur á Íslandi. Hljómsveitin U2 var stofnuð árið 1976 og kom fyrsta plata sveitarinnar út árið 1980 sem fékk nafnið Boy. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2009. Bono er 53 ára gamall og með í för er eiginkona hans, Alison Hewson, og öll fjögur börn þeirra. Tengdaforeldrar Bono eru einnig með í för. Mikill vinskapur er milli Bono og Damien Rice. Þeir eru báðir Írar. Bono og fylgdarlið dvelur á hóteli í Reykjavík yfir áramót en samkvæmt heimildum Vísis þá hefur hópurinn einnig í hyggju að bregða sér út fyrir borgarmörkin og skoða íslenska náttúru.Bono lenti á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum. Hann mun eyða áramótunum á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Mynd/Jóhann
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira