Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar á Ríkisútvarpinu og hann segir Láru Hönnu hafa rétt á sinni skoðun. „En, spurning hvort þetta fari saman við stjórnarsetu hennar; að tjá sig svona opinberlega um einstaka dagskrárliði. En, þar utan vil ég undirstrika að allir hafa rétt á sinni skoðun á því sem boðið er uppá í sjónvarpinu. Ég tala nú ekki um ef það er á málefnalegum nótum.“
Aðspurður hvað honum finnist um þessa afgerandi skoðun stjórnarmannsins segist Skarphéðinn vilja vera sjálfum sér samkvæmur -- hann vilji ekki tjá sig opinberlega um framgöngu og skoðanir stjórnarmanna RÚV.