Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Stilla úr Pussy Riot heimildamyndinni Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu. Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu.
Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gulli fann sig allt í einu í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira