Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:45 Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. Þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, veitti þessum áformum stuðning sinn þegar hann hóf fyrsta olíuleitarútboð Íslendinga á Vopnafirði og Þórshöfn fyrir fjórum árum. Sem utanríkisráðherra hefur hann haldið áfram að beita sér í þessu skyni, síðast fyrir páska, þegar hann bauð olíumálaráðherra Noregs samstarf um þjónustumiðstöð á Íslandi. Sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð hafa með útgáfu bæklings auglýst svæðið undir olíuhreinsistöð og umskipunarhöfn fyrir Norðurslóðasiglingar, og boðið upp á alþjóðaflugvöll og þyrlumiðstöð á Þórshöfn. Þegar ráðamenn Langanesbyggðar ætluðu að sníða skipulagið betur að þessum áformum rákust þeir hins vegar á hindranir, sem voru mishrifnir landeigendur, og gerði Skipulagsstofnun sveitarfélagið ítrekað afturreka með skipulagsstillögur. Nú er komin niðurstaða, sem felur það í sér að jarðir í byggð verða ekki teknar undir iðnaðarlóðir, og hætt er við áform um þyrlumiðstöð og stækkun Þórshafnarflugvallar vegna andstöðu landeiganda. Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagið og frá því um miðjan febrúar hefur það beðið staðfestingar umhverfisráðherra. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. Þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, veitti þessum áformum stuðning sinn þegar hann hóf fyrsta olíuleitarútboð Íslendinga á Vopnafirði og Þórshöfn fyrir fjórum árum. Sem utanríkisráðherra hefur hann haldið áfram að beita sér í þessu skyni, síðast fyrir páska, þegar hann bauð olíumálaráðherra Noregs samstarf um þjónustumiðstöð á Íslandi. Sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð hafa með útgáfu bæklings auglýst svæðið undir olíuhreinsistöð og umskipunarhöfn fyrir Norðurslóðasiglingar, og boðið upp á alþjóðaflugvöll og þyrlumiðstöð á Þórshöfn. Þegar ráðamenn Langanesbyggðar ætluðu að sníða skipulagið betur að þessum áformum rákust þeir hins vegar á hindranir, sem voru mishrifnir landeigendur, og gerði Skipulagsstofnun sveitarfélagið ítrekað afturreka með skipulagsstillögur. Nú er komin niðurstaða, sem felur það í sér að jarðir í byggð verða ekki teknar undir iðnaðarlóðir, og hætt er við áform um þyrlumiðstöð og stækkun Þórshafnarflugvallar vegna andstöðu landeiganda. Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagið og frá því um miðjan febrúar hefur það beðið staðfestingar umhverfisráðherra.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði