Skálmöld á Þjóðhátíð í Eyjum Sara McMahon skrifar 12. apríl 2013 07:00 Hljómsveitin Skálmöld er á meðal þeirra er munu spila í Herjólfsdal í sumar. Fréttablaðið/Stefán Rokksveitin Skálmöld er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum í sumar. Að sögn Snæbjörns Ragnarssonar bassaleikara eru meðlimir Skálmaldar óþarflega spenntir fyrir tónleikunum. „Það er svolítið síðan þetta var bókað en við máttum ekki segja neitt því þetta var svo mikið leyndó. Aðstandendur hátíðarinnar höfðu þá samband við okkur og buðu okkur að spila og við sögðum að sjálfsögðu já við því,“ segir Snæbjörn. Sjálfur hefur hann aðeins verið hálfan sunnudag á Þjóðhátíð fyrir margt löngu og kveðst spenntur fyrir því að upplifa stemninguna í dalnum. „Einhverjir okkar hafa sjálfsagt farið áður á Þjóðhátíð, ég var einu sinni hálfan sunnudag. Við erum næstum óþarflega spenntir fyrir tónleikunum og ég held að þetta verði alveg ótrúlega gaman.“ Aðspurður segir Snæbjörn að ekki komi til greina að spila þekkta Þjóðhátíðarslagara fyrir hátíðargesti heldur mun hljómsveitin halda sig við það sem hún kann best. „Við spilum bara okkar þungarokk eins og við erum vanir. Ef eitthvað er spilum við bara fastar.“ Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokksveitin Skálmöld er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum í sumar. Að sögn Snæbjörns Ragnarssonar bassaleikara eru meðlimir Skálmaldar óþarflega spenntir fyrir tónleikunum. „Það er svolítið síðan þetta var bókað en við máttum ekki segja neitt því þetta var svo mikið leyndó. Aðstandendur hátíðarinnar höfðu þá samband við okkur og buðu okkur að spila og við sögðum að sjálfsögðu já við því,“ segir Snæbjörn. Sjálfur hefur hann aðeins verið hálfan sunnudag á Þjóðhátíð fyrir margt löngu og kveðst spenntur fyrir því að upplifa stemninguna í dalnum. „Einhverjir okkar hafa sjálfsagt farið áður á Þjóðhátíð, ég var einu sinni hálfan sunnudag. Við erum næstum óþarflega spenntir fyrir tónleikunum og ég held að þetta verði alveg ótrúlega gaman.“ Aðspurður segir Snæbjörn að ekki komi til greina að spila þekkta Þjóðhátíðarslagara fyrir hátíðargesti heldur mun hljómsveitin halda sig við það sem hún kann best. „Við spilum bara okkar þungarokk eins og við erum vanir. Ef eitthvað er spilum við bara fastar.“
Tónlist Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira