Einungis fjórtán þingmenn af 63 sem sátu á Alþingi fyrir bankahrunið árið 2008 myndu sitja á þingi eftir kosningar 27. apríl næstkomandi verði niðurstöður kosninganna í takti við niðurstöður skoðanakannana sem hafa birst að undanförnu.
Þeir þingmenn sem eftir sitja eru:
Árni Páll Árnason
Árni Þór Sigurðsson
Bjarni Benediktsson
Einar K. Guðfinnsson
Helgi Hjörvar
Höskuldur Þórhallsson
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Kristján Möller
Pétur Blöndal
Ragnheiður E. Árnadóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Steingrímur J. Sigfússon
Össur Skarphéðinsson.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að stjórmálamenn megi ekki vera of öruggir um sig. „Hins vegar verður til í þinginu ákveðin þekking og reynsla sem kemur þinginu, stjórnmálaflokkunum og almennt séð stjórnmálalífinu að gagni. Það er mjög óheppilegt ef það tapast allt út á einu bretti,“ sagði hann.
Innlent