Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið Boði Logason skrifar 12. apríl 2013 11:06 "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“ Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“
Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira