„Egill skapaði sjálfur skrípið“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 13:54 Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Villi Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi. Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi.
Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
"Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32