Sönghátíð á Klaustri Marín Manda Magnúsdóttir skrifar 26. júní 2013 12:00 Hátíðin hefst á því að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi, og Francisco Javier Jáuregui flytja nokkur sönglög. „Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira