Innlent

Íslenska Wikipedia tíu ára í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Íslenski hluti Wikipediu var opnaður 5. desember 2003.
Íslenski hluti Wikipediu var opnaður 5. desember 2003.
Íslenski hluti Wikipediu, alfræðiritsins á netinu, fagnar tíu ára afmæli í dag. Vefurinn var opnaður 5. desember 2003, tæpum tveimur árum eftir opnun enska hlutans. Íslenska Wikipedia inniheldur tæplega 37 þúsund greinar um allt á milli himins og jarðar, en hver sem er getur skrifað og breytt greinum á Wikipediu.

Í tilefni af afmælinu verður haldið málþing í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands í dag. Dagskráin hefst klukkan 12:15 og verða átta 7 mínútna erindi haldin og að þeim loknum verður boðið upp á spurningar og umræður. Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×