Óttaðist um líf sitt Telma Tómasson skrifar 5. desember 2013 16:00 Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma. Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma.
Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira