Paul var byrjaður að leika í kvikmyndinni Fast and Furious 7 en tökum hefur verið frestað vegna andláts hans. Aðstandendur myndarinnar syrgja nú fallinn félaga og settu sérstakt myndband á Youtube þar sem Pauls er minnst.
Í myndbandinu eru bútar úr myndum sem Paul hefur leikið í og undir hljómar lagið I'm Coming Home með J. Cole og Skylar Grey.