Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Stígur Helgason skrifar 14. október 2013 14:30 Páll Heimisson ásamt verjanda sínum, Guðrúnu Sesselju Arnardóttur, við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur 5. mars síðastliðinn. Fréttablaðið/GVA Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs og kaupa sér með því vörur og utanlandsferðir fyrir alls rúmar nítján milljónir króna. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Sem starfsmaður íhaldshópsins hafði Páll aðsetur í Valhöll. Kreditkortið var á nafni Sjálfstæðisflokksins, og er Páli gert að endurgreiða flokknum milljónirnar nítján. Páll var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í dag, enda er hann búsettur í Rúmeníu þar sem hann stundar nám. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur honum vegna málsins 18. desember í fyrra og við fyrirtöku málsins í byrjun mars neitaði hann sök. Aðalmeðferð málsins fór fram 20. september síðastliðin.Fréttablaðið fjallaði um ákæruna í desember. Úr henni mátti lesa að Páll hefði notað kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðast um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá hafi hann farið til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Þá hafi tólf af milljónunum nítján verið teknar út úr hraðbanka sem reiðufé. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Páls, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs og kaupa sér með því vörur og utanlandsferðir fyrir alls rúmar nítján milljónir króna. Níu mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir. Sem starfsmaður íhaldshópsins hafði Páll aðsetur í Valhöll. Kreditkortið var á nafni Sjálfstæðisflokksins, og er Páli gert að endurgreiða flokknum milljónirnar nítján. Páll var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í dag, enda er hann búsettur í Rúmeníu þar sem hann stundar nám. Sérstakur saksóknari gaf út ákæru á hendur honum vegna málsins 18. desember í fyrra og við fyrirtöku málsins í byrjun mars neitaði hann sök. Aðalmeðferð málsins fór fram 20. september síðastliðin.Fréttablaðið fjallaði um ákæruna í desember. Úr henni mátti lesa að Páll hefði notað kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðast um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá hafi hann farið til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Þá hafi tólf af milljónunum nítján verið teknar út úr hraðbanka sem reiðufé. Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Páls, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað.
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira