Fjarlægði barn úr matsal - sýknuð af líkamsárás Valur Grettisson skrifar 10. júlí 2013 14:07 Börn að leik við skóla. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Kona var sýknuð í Héraðsdómi Austurlands í dag af líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart 8 ára gömlum nemanda sem átti sér stað í október á síðasta ári. Konan var ákærð fyrir að hafa fært drenginn með ofbeldi og yfirgangi og með ruddalegum hætti úr matsal skólans með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og rispu á hálsi auk áverka á baugfingri. Konunni var vikið úr starfi tímabundið vegna málsins. Í dóminum kemur fram að konan, sem er starfsmaður skólans þar sem atvikið átti sér stað, sat með leikskólabörnum í matsalnum, þegar drengurinn fór að glamra með hnífapörum ásamt félögum sínum. Konan bað nemendurna að hætta þessu og hlýddu allir nema drengurinn. Konan lýsir því fyrir dómi að hún þá farið til hans í umrætt sinn, tekið hnífapörin af honum og lagt þau til hliðar við næsta sæti. Þá hafi drengurinn farið að öskra á hana. Hún hafi sest á hækjur sér og reynt að ná sambandi við hann en það hafi ekki gengið. Hún tók þá fyrir munn hans með annarri hendinni og haldið hinni hendinni við hnakka hans og sagt: „[B] hlustaðu“, en hann hafi haldið áfram að öskra og brjótast um. Konan segist þá hafa ákveðið að taka drenginn úr aðstæðunum, eins og vaninn sé. Hafi hún komið upp að vinstri hlið hans þar sem hann sat, tekið utan um hann frá hlið, undir hægri hönd hans en yfir þá vinstri og lyft honum upp og borið hann þannig að bringa hans hafi snúið að henni og vinstri handleggur hans verið klemmdur milli líkama þeirra. Drengurinn barðist um en hún hafi gengið áfram og haldið á honum upp í herbergi rétt hjá. Sjálf lýsir hún atvikinu þannig að drengurinn hafi „bara gargað“ þannig að hún hafi bent á stól og sagt „sestu, bíddu, ég kem aftur“. Hafi hún svo farið niður til að huga að leikskólabörnunum, en þau hafi flest verið komin með mat á disk. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður þeirra vitna sem gátu borið af eigin raun um atburði í matsalnum styddu við þann framburð konunnar að hún hafi verið að bregðast við háttsemi drengsins er þau atvik gerðust. Svo segir í niðurstöðunni: „Af framburði þeirra vitna verður hins vegar ráðið að þeim hafi misboðið aðfarir ákærðu og talið þær harkalegar og tilefnislitlar.“ Í framburði vitna kom einnig fram að drengurinn væri með forgreiningu, hann væri erfiður viðureignar og oft erfitt að tala við hann. Þá hafi áður þurft að fjarlægja hann úr aðstæðum sem þessum. Konan var sýknuð af líkamsárás þar sem það þótti ósannað að hún hefði tekið drenginn hálstaki. Þá var hún einnig sýknuð af ákæru um brot á barnaverndarlögum, en í lögunum kemur fram að það sé refsivert að sýna barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særa það eða móðga. Konan er sýknuð af þessu með sömu rökum og að framan greinir, einkum með vísan til þess hve vitni gátu fyrir dómi lítið borið um það hvernig konan bar sig að er hún færði drenginn út úr matsalnum. Þykir það sem fyrir liggur ekki nægilegt til að slá því föstu að háttsemi konunnar umrætt sinn hafi falið í sér brot gegn þessu ákvæði barnaverndarlaga. Miskabótakröfu forráðamanns drengsins upp á 75 þúsund krónur var einnig vísa frá.Dóminn má lesa hér. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Kona var sýknuð í Héraðsdómi Austurlands í dag af líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart 8 ára gömlum nemanda sem átti sér stað í október á síðasta ári. Konan var ákærð fyrir að hafa fært drenginn með ofbeldi og yfirgangi og með ruddalegum hætti úr matsal skólans með þeim afleiðingum að hann hlaut roða og rispu á hálsi auk áverka á baugfingri. Konunni var vikið úr starfi tímabundið vegna málsins. Í dóminum kemur fram að konan, sem er starfsmaður skólans þar sem atvikið átti sér stað, sat með leikskólabörnum í matsalnum, þegar drengurinn fór að glamra með hnífapörum ásamt félögum sínum. Konan bað nemendurna að hætta þessu og hlýddu allir nema drengurinn. Konan lýsir því fyrir dómi að hún þá farið til hans í umrætt sinn, tekið hnífapörin af honum og lagt þau til hliðar við næsta sæti. Þá hafi drengurinn farið að öskra á hana. Hún hafi sest á hækjur sér og reynt að ná sambandi við hann en það hafi ekki gengið. Hún tók þá fyrir munn hans með annarri hendinni og haldið hinni hendinni við hnakka hans og sagt: „[B] hlustaðu“, en hann hafi haldið áfram að öskra og brjótast um. Konan segist þá hafa ákveðið að taka drenginn úr aðstæðunum, eins og vaninn sé. Hafi hún komið upp að vinstri hlið hans þar sem hann sat, tekið utan um hann frá hlið, undir hægri hönd hans en yfir þá vinstri og lyft honum upp og borið hann þannig að bringa hans hafi snúið að henni og vinstri handleggur hans verið klemmdur milli líkama þeirra. Drengurinn barðist um en hún hafi gengið áfram og haldið á honum upp í herbergi rétt hjá. Sjálf lýsir hún atvikinu þannig að drengurinn hafi „bara gargað“ þannig að hún hafi bent á stól og sagt „sestu, bíddu, ég kem aftur“. Hafi hún svo farið niður til að huga að leikskólabörnunum, en þau hafi flest verið komin með mat á disk. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður þeirra vitna sem gátu borið af eigin raun um atburði í matsalnum styddu við þann framburð konunnar að hún hafi verið að bregðast við háttsemi drengsins er þau atvik gerðust. Svo segir í niðurstöðunni: „Af framburði þeirra vitna verður hins vegar ráðið að þeim hafi misboðið aðfarir ákærðu og talið þær harkalegar og tilefnislitlar.“ Í framburði vitna kom einnig fram að drengurinn væri með forgreiningu, hann væri erfiður viðureignar og oft erfitt að tala við hann. Þá hafi áður þurft að fjarlægja hann úr aðstæðum sem þessum. Konan var sýknuð af líkamsárás þar sem það þótti ósannað að hún hefði tekið drenginn hálstaki. Þá var hún einnig sýknuð af ákæru um brot á barnaverndarlögum, en í lögunum kemur fram að það sé refsivert að sýna barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særa það eða móðga. Konan er sýknuð af þessu með sömu rökum og að framan greinir, einkum með vísan til þess hve vitni gátu fyrir dómi lítið borið um það hvernig konan bar sig að er hún færði drenginn út úr matsalnum. Þykir það sem fyrir liggur ekki nægilegt til að slá því föstu að háttsemi konunnar umrætt sinn hafi falið í sér brot gegn þessu ákvæði barnaverndarlaga. Miskabótakröfu forráðamanns drengsins upp á 75 þúsund krónur var einnig vísa frá.Dóminn má lesa hér.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent