"Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu" 16. febrúar 2013 14:28 MYND/AFP Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is Oscar Pistorius Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Íslenskir vinir íþróttahetjunnar Oscars Pistorius eru harmi slegnir eftir voðaverkið á miðvikudagsnótt. Honum er lýst sem ljúfum og góðum dreng sem hafi reynst fjölskyldunni vel. Pistorius hágrét þegar saksóknari las honum ákæru fyrir morð. „Við erum auðvitað í rusli yfir þessu öllu. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér neitt þessu líkt. Þetta er rosalega sorglegt," segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir, vinkona suður-afríska Ólympíuhlauparans Oscars Pistorius. „Okkar kynni af Oscari eru þau að hann er einstaklega ljúfur og góður drengur og það má ekki gleymast. Hann reyndist okkur ótrúlega vel, jafnvel til að byrja með þegar hann þekkti okkur ekki neitt. Hann gaf okkur alltaf tíma, sýndi okkur hlýju, kærleik og mikla vináttu." Ebba hefur þekkt Pistorius síðan hún var ólétt af syni sínum, sem nú er átta ára gamall. Hann fæddist með sama fæðingargalla og íþróttahetjan, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba komst þá í kynni við Pistorius og hefur þeim verið afar vel til vina síðan. Íslenska fjölskyldan fluttist meðal annars til Suður-Afríku, þar sem hún eyddi miklum tíma með íþróttahetjunni. Ebba segir fregnir af skotárás á heimili Pistorius hafa komið öllum í opna skjöldu. Hún hefur ekki rætt við fjölskyldu hans, sem hún þekkir einnig. "Það næst ekki í neinn. Það er auðvitað ekkert grín þegar svona ákæra er lögð fram. Það er allt í uppnámi," segir hún. Ebba hefur aldrei hitt kærustu hlauparans, hina 29 ára gömlu Reevu Steen Kamp, sem hann skaut til bana aðfaranótt 14. febrúar. Þau höfðu verið saman í nokkra mánuði. Pistorius brotnaði niður í réttarsal í Pretoríu í gær þegar saksóknarinn las upp ákæru á hendur honum fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hlauparinn hágrét og neitaði alfarið að hafa myrt kærustu sína. Saksóknari heldur því fram að Pistorius hafi ekki aðeins myrt Steenkamp, heldur hafi hann verið búinn að skipuleggja það fyrir fram. Sjálfur heldur hann því fram að hann hafi ruglast á kærustu sinni og innbrotsþjófi. Steenkamp fannst látin á heimili hlauparans í Pretoríu með fjögur skotsár á líkamanum. Lögreglan hefur áður verið kölluð að húsinu vegna gruns um heimilisofbeldi. Pistorius er 26 ára gamall og hefur löngum verið eitt helsta andlit íslenska stoðtækjaframleiðandans Össurar. Ekki náðist í talsmenn fyrirtækisins í gærkvöld en í yfirlýsingu sem send var út daginn eftir skotárásina sagði að hugurinn væri hjá aðstandendum Steenkamp og allra sem málið varðaði. Þá væri beðið eftir niðurstöðum lögreglu í málinu. sunna@frettabladid.is
Oscar Pistorius Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira