Innlent

Eldur í húsi í Hnífsdal

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um eld í einbýlishúsi í Hnífsdal. Lögregla, sjúkra- og slökkvilið var fljótt á vettvang. Þegar tilkynningin barst Neyðarlínu var ekki vitað hvort fólk væri í húsinu, segir í tilkynningu frá lögreglu, en svo reyndist ekki vera.

Greiðlega tókst að slökkva eldinn, en slökkvilið þurfti að rjúfa þakklæðningu til að ráða niðurlögum eldsins. Um er að ræða gamalt múrhúðað timburhús og voru íbúarnir að heiman þegar eldsins varð vart. Rannsókn lögreglunnar á vettvangi í gærkveldi leiddi í ljós að eldurinn hafi kviknað út frá óvörðum vegglampa sem kveikt var á. Húsið er sagt mikið skemmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×