Sísý Ey á Sónar í Stokkhólmi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. desember 2013 10:00 Systrabandið Sísý Ey kom meðal annars fram á Sónar í Barselóna í sumar. mynd/einkasafn „Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári. Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári.
Sónar Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira