Sísý Ey á Sónar í Stokkhólmi Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. desember 2013 10:00 Systrabandið Sísý Ey kom meðal annars fram á Sónar í Barselóna í sumar. mynd/einkasafn „Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári. Sónar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíðinni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull er stærsti styrktaraðili Sónar Stockholm og hluti af því samkomulagi er að bjóða íslenskri hljómsveit að koma fram á hátíðinni. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar viðtökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykjavík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlendis,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísabet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuútgáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári.
Sónar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira