Fylgjendum aðildar að ESB fer fjölgandi Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á blaðamannafundi eftir sameiginlegan fund þeirra 16. júlí síðastliðinn. mynd/epa Átta prósentustigum fleiri segjast nú myndu játa því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu en fyrir ári. Að sama skapi fækkar um 6,2 prósentustig í hópi þeirra sem eru á móti aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Capacent Gallup gerði fyrir Já, Ísland, samtök Evrópusinna hér á landi. Spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði? Svarmöguleikarnir voru fjórir, örugglega eða sennilega með aðild og örugglega eða sennilega á móti aðild. 41,7 prósent töldu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði með aðild, fyrir ári var hlutfallið 33,7 prósent. 58,3 prósent sögðu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði á móti aðild að Evrópusambandinu, fyrir ári var það hlutfall 64,5 prósent.Ef þetta er greint eftir stjórnmálaflokkum og þeir flokkaðir saman sem segjast örugglega eða sennilega hlynntir aðild og í hinn flokkinn settir þeir sem eru örugglega og sennilega á móti aðild, kemur í ljós að andstaðan gegn ESB er mest meðal þeirra sem segjast kjósa Framsóknarflokkinn. 13 prósent framsóknarmanna lýsa sig hlynnt aðild en 87 prósent eru andvíg aðild. Í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru 79 prósent á móti aðild en 21 prósent með aðild. Samkvæmt könnuninni myndu 59 prósent Vinstri grænna kjósa gegn aðild en 41 prósent er hlynnt aðild. Aðild að Evrópusambandinu á langmestu fylgi að fagna í Samfylkingunni, 91 prósent segist myndu kjósa með aðild en 9 prósent segjast á móti aðild að ESB. 75 prósent þeirra sem segjast styðja Bjarta framtíð eru jákvæð gagnvart aðild en 25 prósent eru andvíg. Könnun Capacent Gallup var netkönnun gerð 7.-19. nóvember. 1.450 voru í úrtakinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 62,1 prósent. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Átta prósentustigum fleiri segjast nú myndu játa því í þjóðaratkvæðagreiðslu að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu en fyrir ári. Að sama skapi fækkar um 6,2 prósentustig í hópi þeirra sem eru á móti aðild að sambandinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnum sem Capacent Gallup gerði fyrir Já, Ísland, samtök Evrópusinna hér á landi. Spurt var: Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði borin undir þjóðaratkvæði í dag hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði? Svarmöguleikarnir voru fjórir, örugglega eða sennilega með aðild og örugglega eða sennilega á móti aðild. 41,7 prósent töldu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði með aðild, fyrir ári var hlutfallið 33,7 prósent. 58,3 prósent sögðu öruggt eða sennilegt að þau myndu greiða atkvæði á móti aðild að Evrópusambandinu, fyrir ári var það hlutfall 64,5 prósent.Ef þetta er greint eftir stjórnmálaflokkum og þeir flokkaðir saman sem segjast örugglega eða sennilega hlynntir aðild og í hinn flokkinn settir þeir sem eru örugglega og sennilega á móti aðild, kemur í ljós að andstaðan gegn ESB er mest meðal þeirra sem segjast kjósa Framsóknarflokkinn. 13 prósent framsóknarmanna lýsa sig hlynnt aðild en 87 prósent eru andvíg aðild. Í hópi stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru 79 prósent á móti aðild en 21 prósent með aðild. Samkvæmt könnuninni myndu 59 prósent Vinstri grænna kjósa gegn aðild en 41 prósent er hlynnt aðild. Aðild að Evrópusambandinu á langmestu fylgi að fagna í Samfylkingunni, 91 prósent segist myndu kjósa með aðild en 9 prósent segjast á móti aðild að ESB. 75 prósent þeirra sem segjast styðja Bjarta framtíð eru jákvæð gagnvart aðild en 25 prósent eru andvíg. Könnun Capacent Gallup var netkönnun gerð 7.-19. nóvember. 1.450 voru í úrtakinu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 62,1 prósent.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira