Viljum enga stráka í hljómsveitina Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin The Tension frá Selfossi ætlar sér langt. Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira