Hernaðaríhlutanir á leið út af kortinu Brjánn Jónasson skrifar 21. nóvember 2013 06:15 Borgarastyrjöld hefur geysað í Sýrlandi í rúmlega tvö ár ár án þess að alþjóðasamfélagið hafi brugðist við. Nordicphotos/AFP Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði. Tímor-Leste Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Eftir misheppnaða hernaðaríhlutun Bandaríkjanna og bandalagsríkja í Íran og Afganistan er ólíklegt að gripið verði til svo stórfelldra hernaðaríhlutana í framtíðinni, segir Andrew Cottey, deildarforseti stjórnmálafræðideildar Háskólans í Cork á Írlandi. Það þýðir að ríki heims eru líklegri til að forðast misheppnaðar innrásir á borð við innrásirnar í Írak, Afganistan og Víetnam. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er líklegra til að halda að sér höndunum þó þjóðarmorð á borð við það sem átti sér stað í Rúanda eigi sér stað fyrir allra augum. Í fyrirlestri Cottey í Norræna húsinu í gær sagði hann tíunda áratug síðustu aldar hafa einkennst af þeirri stefnu alþjóðasamfélagsins að reyna að stöðva átök í ríkjum á borð við Sómalíu, Haítí, Bosníu, Kósóvó og Austur-Timor.Andrew CotteyÍ kjölfar árásarinnar á tvíburaturnana 11. september 2001 hafi Bandaríkin lagt í umfangsmeiri hernaðaraðgerðir sem hafi leitt af sér tilraunir til að byggja upp ríki með vopnavaldi. Þær tilraunir hafi mistekist, og kostað bæði mörg mannslíf og óhemju mikið fé. Hann sagði þó loftárásir Bandaríkjanna, Breta, Frakka og Kanadamanna á Líbíu árið 2011 stílbrot á þessari þróun. Það skýrist af því að Líbíustjórn hafi verið alræmd, loftvarnir landsins lélegar og mikill þrýstingur á Vesturveldin að styðja við bakið á þeim sem boðuðu arabískt vor í Norður-Afríku. Ef innrásirnar í Írak og Afganistan eru öfgarnar í eina áttina eru öfgarnar í hina áttina alger skortur á hernaðaríhlutun í borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Þar hafa yfir hundruð þúsund látið lífið í borgarastyrjöld og milljónir hrakist á flótta án þess að alþjóðasamfélagið hafi reynt að skakka í leikinn með vopnavaldi. Ólíklegt er að önnur ríki taki upp þráðinn ef Bandaríkin og bandalagsríki þeirra hætta hernaðaríhlutunum að mestu, segir Cottey. Ríki á borð við Kína, Indland og Brasilíu hafi sýnt að þau fari mjög varlega í að beita önnur ríki hervaldi. Cottey telur líklegt að vilji ríki heims bregðast með einhverjum hætti við ástandi sem upp kunni að koma verði það gert á minni skala en hingað til. Mögulega verði íhlutanir í Sómalíu og Kongó fyrirmynd, en enn sé ekki komið í ljós hver raunvörulegur ávinningur í þeim ríkjum verði.
Tímor-Leste Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira