Þorvaldur Davíð lýkur tökum á Dracula í nóvember Sara McMahon skrifar 19. október 2013 07:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira