Þorvaldur Davíð lýkur tökum á Dracula í nóvember Sara McMahon skrifar 19. október 2013 07:00 Þorvaldur Davíð Kristjánsson dvelur í Belfast við tökur á Dracula Untold. Unnusta hans og dóttir dvelja nú hjá honum. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs. Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér í Belfast frá því í ágúst og verð áfram til 9. nóvember. Ég bý við gott atlæti á hóteli,“ segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sem er staddur í Belfast við tökur á kvikmyndinni Dracula Untold. Myndin er í leikstjórn Gary Shore og framleidd af Universal Pictures og Legendary Films. Tökur hafa gengið vel og kveðst Þorvaldur Davíð kunna ágætlega við sig í Belfast. „Norður-Írar eru kátir og um margt líkir Íslendingum. Þeir tala mikið um veðrið, enda er það síbreytilegt eins og heima.“ Aðspurður viðurkennir hann að hann sé kominn með vott af írska hreimnum eftir dvölina í Norður-Írlandi. „Maður á það til,“ segir hann og hlær. „Það eru nokkur hljóð í hljóðfræðinni sem eru lík því sem maður heyrði í New York, þar sem ég bjó áður, þannig að maður á ekki langt að sækja þetta.“Fór út daginn eftir fæðingu dótturinnar Þorvaldur Davíð og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir, unnusta hans, eignuðust sitt fyrsta barn í ágúst. Leikarinn hefur þurft að dvelja langdvölum frá mæðgunum því tökur á Dracula Untold hófust daginn eftir fæðingu dótturinnar. „Þetta hefur verið erfitt, en ég hef farið heim nokkrum sinnum til að hitta þær. Þær eru staddar hjá mér núna, ég er einmitt að ýta barnavagninum um Victoria Square í þessum töluðu.“ Þorvaldur Davíð er fastráðinn við Borgarleikhúsið og við heimkomuna taka við æfingar fyrir verkið Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem frumsýnt verður í febrúar. Langt er um liðið frá því Þorvaldur Davíð steig síðast á íslenskt leiksvið og hlakkar hann mikið til þess að takast á við hlutverkið. „Ég hef aðallega unnið við kvikmyndir frá útskrift. Draumurinn var alltaf að vinna við leikhús heima en geta svo hoppað í kvikmyndaverkefni þess á milli. Mér sýnist sá draumur ætla að verða að veruleika og það er topp næs,“ segir leikarinn að lokum og hlær.Hér má lesa sér nánar til um Dracula Untold og hlutverk Þorvaldar Davíðs.
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira