Eitt smábarn af tíu er með erlent móðurmál Elimar Hauksson skrifar 17. september 2013 07:00 Börnum með erlend móðurmál fjölgar umtalsvert í grunnskólum landsins á næstu árum en fjöldi leikskólabarna með erlent ríkisfang hefur sjöfaldast frá aldamótum. Fréttablaðið/Vilhelm Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Í óefni stefnir í grunnskólum landsins verði ekki brugðist við fjölgun barna sem eru með annað tungumál en íslensku. Í nýrri skýrslu Fjölmenningarseturs kemur fram að metfjöldi barna með erlent móðurmál sé í hópi þriggja ára barna, eða 12 prósent. Síðustu ár hafi leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku fjölgað mjög. Alls eru um 11 af hverjum 100 leikskólabörnum með annað móðurmál en íslensku. Héðinn Pétursson, aðstoðarskólastjóri Austurbæjarskóla, segir landslagið gjörbreytt frá því sem áður var. „Við höfum verið lengur í þessari glímu en flestir. Þegar við byrjuðum voru þetta örfáir krakkar í nýbúadeildum. Nú dreifast þessir krakkar um allt land og það gerir miklar kröfur á alla skóla. Þótt flestir séu á höfuðborgarsvæðinu eru til dæmis hlutfallslega fleiri á Vestfjörðum og á Suðurnesjum.“ Í skýrslunni er bent á að fjölgunin sé áskorun fyrir menntakerfið þar meira muni reyna á þjónustu fyrir þessi börn í grunnskólum landsins. Undir þetta tekur Héðinn. „Þessu fylgir aukinn kostnaður fyrir skólana,“ segir hann. Sérhæfingu og mannafla þurfi til að fást við börn með erlent móðurmál. „Það kostar mikla peninga að gera þetta almennilega.“ Ari Klængur Jónsson, höfundur skýrslunnar, segir fjölgunina ekki stökk frá ári til árs heldur sé um gríðarlega fjölgun að ræða á um það bil tíu ára tímabili. „Við sáum fækkun 2007 til 2008 en það hafði ekki langvarandi áhrif,“ segir hann. Gögnin bendi ekki til breyttrar þróunar frá því sem nú sé. „Fjöldinn hefur verið að aukast ár frá ári og ekkert bendir til að hann sé að fara að dragast saman,“ segir Ari. Til annarrar kynslóðar innflytjenda teljast þeir sem eiga foreldra sem eru innflytjendur en hafa þó sjálfir fæðst hér á landi. Rúmlega fjórir af hverjum fimm þeirra eru yngri en tíu ára. Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Grindavík, segir nemendur með erlent tungumál fá sérstaka þjónustu í gegnum stuðningskerfi skólans. Verkefnið sé fjármagnað í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. „Það er alveg ljóst að fjármagn í þessum málum er af skornum skammti. Sveitarfélögin þurfa að móta sér heildstæða stefnu í þessum málum,“ segir hún.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira