Lífið

Kettir eru góðir fyrir heilsuna

Kettir eru taldir vera heilsubætandi fyrir börn sem þjást af kvíða.
Kettir eru taldir vera heilsubætandi fyrir börn sem þjást af kvíða. Fréttablaðið/gva
Sambúð með ketti er heilsubætandi og þá sérstaklega fyrir börn sem þjást af kvíða. Þetta leiðir rannsókn í ljós sem gerð var í New York University Child Study Center.

Harold S. Koplewicz, stofnandi New York University Child Study Center, segir kattahald hafa reynst þunglyndum börnum og unglingum vel í veikindum þeirra.

Koplewicz segir kvíða gjarnan vera undanfara þunglyndis, hann telur að sambúð með ketti hafi jákvæð áhrif á börn sem þjást af kvíða. Ástæðurnar segir hann meðal annars vera þær að skilyrðislaus vinátta dýrsins sé hughreystandi fyrir börn sem eiga í erfiðleikum með að mynda vinasambönd og að leikur við dýrið leiði huga barnsins frá hugsunum sem veki upp kvíða. Einnig er nánd við dýrið róandi fyrir börn sem og fullorðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.