Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 08:30 Edward Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong frá því nokkru áður en fréttirnar birtust. Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira