Fékk eftirsótt sumarstarf hjá Kishimoto 6. júní 2013 07:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir sótti um starfsnám hjá Eley Kishimoto og fékk starfið. Hún hlakkar til að hitta hönnuðina og vonast til að reynslan nýtist vel í framtíðinni. „Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún. HönnunarMars Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún.
HönnunarMars Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira