Krafist er tíu ára fangelsis Valur Grettisson og Óli Kristján Ármannsson skrifa 1. júní 2013 07:00 Alls eru sjö ákærðir fyrir aðild sína að stórfelldu amfetamínsmygli til landsins í janúar. Myndin er frá þingfestingu málsins í byrjun maí. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira