DMX aflýsir Íslandskomu og Evrópuferð 27. apríl 2013 09:00 Handtekinn Rapparinn DMX var handtekinn þegar hann fór í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sína, án þess að vera með ökuleyfi. Nordicphotos/Getty „Hann er auðvitað algjör rasshaus að láta taka sig svona þegar hann er búinn að vera að undirbúa rosalega endurkomu,“ segir Ólafur Geir Jónsson um rapparann DMX. Búið var að boða komu DMX á Keflavík Music Festival nú í júní en nú hefur hann þurft að afbóka sig sökum þess að hann hefur verið sviptur vegabréfinu og kemst því ekki á milli landa. Ekki nóg með að hann komist ekki á hátíðina hér á Íslandi heldur hefur hann þurft að aflýsa allri Evrópuferðinni sem hann var búinn að skipuleggja í sumar. „Hans menn þarna úti eru búnir að reyna allt hvað þeir geta til að redda þessu en það virðist enginn séns á að honum verði hleypt úr landi. Við fengum að minnsta kosti endurgreitt frá þeim í gær, en við vorum búnir að ganga frá greiðslum og öllu slíku,“ segir Ólafur Geir. Rapparinn þekkir handjárnin ágætlega því hann á þokkalegan glæpaferil að baki. Á síðustu árum hefur hann þó unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur á beinu brautina en allt fór til spillis þegar hann skellti sér í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sinni í febrúar og var tekinn af lögreglunni fyrir að aka án ökuleyfis, en hann hefur verið sviptur ökuleyfinu ævilangt. Sjálfur gerði DMX lítið úr brotinu í fyrstu og í viðtali við FOX-sjónvarpsstöðina þegar hann var að yfirgefa lögreglustöðina lét hann meðal annars hafa eftir sér að þetta hefði bara verið tímaeyðsla. Hann hefði borgað sektina og nú væri þessu máli lokið. Aldeilis hafði hann þar rangt fyrir sér því í kjölfarið var hann sviptur vegabréfinu vegna síendurtekinna brota. „Það er ekkert við þessu að gera en við höldum okkar striki með hátíðina, enda DMX bara dropi í hafsjó frábærra listamanna sem þar koma fram,“ segir Ólafur Geir en um 120 atriði verða á dagskrá á hátíðinni og þar af tólf erlend. tinnaros@frettabladid.is Tengdar fréttir Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
„Hann er auðvitað algjör rasshaus að láta taka sig svona þegar hann er búinn að vera að undirbúa rosalega endurkomu,“ segir Ólafur Geir Jónsson um rapparann DMX. Búið var að boða komu DMX á Keflavík Music Festival nú í júní en nú hefur hann þurft að afbóka sig sökum þess að hann hefur verið sviptur vegabréfinu og kemst því ekki á milli landa. Ekki nóg með að hann komist ekki á hátíðina hér á Íslandi heldur hefur hann þurft að aflýsa allri Evrópuferðinni sem hann var búinn að skipuleggja í sumar. „Hans menn þarna úti eru búnir að reyna allt hvað þeir geta til að redda þessu en það virðist enginn séns á að honum verði hleypt úr landi. Við fengum að minnsta kosti endurgreitt frá þeim í gær, en við vorum búnir að ganga frá greiðslum og öllu slíku,“ segir Ólafur Geir. Rapparinn þekkir handjárnin ágætlega því hann á þokkalegan glæpaferil að baki. Á síðustu árum hefur hann þó unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur á beinu brautina en allt fór til spillis þegar hann skellti sér í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sinni í febrúar og var tekinn af lögreglunni fyrir að aka án ökuleyfis, en hann hefur verið sviptur ökuleyfinu ævilangt. Sjálfur gerði DMX lítið úr brotinu í fyrstu og í viðtali við FOX-sjónvarpsstöðina þegar hann var að yfirgefa lögreglustöðina lét hann meðal annars hafa eftir sér að þetta hefði bara verið tímaeyðsla. Hann hefði borgað sektina og nú væri þessu máli lokið. Aldeilis hafði hann þar rangt fyrir sér því í kjölfarið var hann sviptur vegabréfinu vegna síendurtekinna brota. „Það er ekkert við þessu að gera en við höldum okkar striki með hátíðina, enda DMX bara dropi í hafsjó frábærra listamanna sem þar koma fram,“ segir Ólafur Geir en um 120 atriði verða á dagskrá á hátíðinni og þar af tólf erlend. tinnaros@frettabladid.is
Tengdar fréttir Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Röyksopp stígur á stokk Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival. 27. apríl 2013 10:00