Lífið

DMX aflýsir Íslandskomu og Evrópuferð

Handtekinn Rapparinn DMX var handtekinn þegar hann fór í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sína, án þess að vera með ökuleyfi.
Nordicphotos/Getty
Handtekinn Rapparinn DMX var handtekinn þegar hann fór í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sína, án þess að vera með ökuleyfi. Nordicphotos/Getty
„Hann er auðvitað algjör rasshaus að láta taka sig svona þegar hann er búinn að vera að undirbúa rosalega endurkomu,“ segir Ólafur Geir Jónsson um rapparann DMX.

Búið var að boða komu DMX á Keflavík Music Festival nú í júní en nú hefur hann þurft að afbóka sig sökum þess að hann hefur verið sviptur vegabréfinu og kemst því ekki á milli landa. Ekki nóg með að hann komist ekki á hátíðina hér á Íslandi heldur hefur hann þurft að aflýsa allri Evrópuferðinni sem hann var búinn að skipuleggja í sumar.

„Hans menn þarna úti eru búnir að reyna allt hvað þeir geta til að redda þessu en það virðist enginn séns á að honum verði hleypt úr landi. Við fengum að minnsta kosti endurgreitt frá þeim í gær, en við vorum búnir að ganga frá greiðslum og öllu slíku,“ segir Ólafur Geir.

Rapparinn þekkir handjárnin ágætlega því hann á þokkalegan glæpaferil að baki. Á síðustu árum hefur hann þó unnið hörðum höndum að því að koma sér aftur á beinu brautina en allt fór til spillis þegar hann skellti sér í næturbíltúr með fimm mánaða dóttur sinni í febrúar og var tekinn af lögreglunni fyrir að aka án ökuleyfis, en hann hefur verið sviptur ökuleyfinu ævilangt.

Sjálfur gerði DMX lítið úr brotinu í fyrstu og í viðtali við FOX-sjónvarpsstöðina þegar hann var að yfirgefa lögreglustöðina lét hann meðal annars hafa eftir sér að þetta hefði bara verið tímaeyðsla. Hann hefði borgað sektina og nú væri þessu máli lokið. Aldeilis hafði hann þar rangt fyrir sér því í kjölfarið var hann sviptur vegabréfinu vegna síendurtekinna brota.

„Það er ekkert við þessu að gera en við höldum okkar striki með hátíðina, enda DMX bara dropi í hafsjó frábærra listamanna sem þar koma fram,“ segir Ólafur Geir en um 120 atriði verða á dagskrá á hátíðinni og þar af tólf erlend.

tinnaros@frettabladid.is


Tengdar fréttir

Röyksopp stígur á stokk

Grammy tilnefning, Brit tilnefning og MTV tónlistarverðlaun fyrir besta tónlistarmyndbandið eru á meðal þess sem norska raftónlistar tvíeykið Röyksopp getur státað sig af, en þeir eru nýjasta viðbótin í listamannahópinn á Keflavík Music Festival.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.