Játar að hafa komið höggi á Guðlaug Þór 22. mars 2013 07:00 Gunnar Andersen, til hægri, og lögmaður hans, Guðjón Ólafur Jónsson, viðurkenna að Gunnar hafi komið gögnunum til DV en segja það hafa verið löglegt.Fréttablaðið/gva Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), gekkst við því fyrir dómi í gær að hafa komið trúnaðargögnum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til DV í því skyni að koma á hann höggi. Þetta kvaðst hann hafa gert til að freista þess að létta álagi af sjálfum sér, þegar að honum hafi verið sótt úr ýmsum áttum. Gunnar neitaði því hins vegar að hafa með því gerst sekur um refsivert brot á þagnarskyldu. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari og fyrrverandi starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Báðir neituðu sök.„Undir miklu álagi og sætti aðför" Ákæran er á hendur Gunnari og Þórarni Má Þorbjörnssyni, þá starfsmanni Landsbankans til 39 ára og vini Gunnars frá hans tíð í bankanum. Ekki er um það deilt að Gunnar setti sig í samband við Þórarin í febrúar í fyrra og bað hann að afla gagna um viðskipti félagsins Bogmannsins við Landsbankann sem höfðu átt sér stað árið 2003. Bogmaðurinn var félag á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og viðskiptin sem um ræddi voru kaup bankans á líftryggingarumboði af félaginu fyrir 32,7 milljónir. „Ég þekkti hann sem bóngóðan mann og úrræðagóðan," sagði Gunnar um Þórarin í gær. „Ég útskýrði fyrir honum að ég væri undir miklu álagi og sætti aðför," bætti hann við. Hann sagði að um óvægna aðför hefði verið að ræða, sem hefði staðið lengi og úr ýmsum áttum. Þátttakendur hefðu verið menn sem FME hefði kært til sérstaks saksóknara, „leigupennar", lögmenn og jafnvel þingmenn, til dæmis Guðlaugur Þór. Gunnar vék að Kastljóssþætti um málefni hans, sem hefði innihaldið „sviðsett viðtal" við „einhvern lögmann" þar sem veist hefði verið að honum. Þar vísaði hann til umfjöllunar Kastljóss 17. nóvember 2011 um aðkomu hans að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á fyrri hluta síðasta áratugar. Umræddur lögmaður er Sigurður G. Guðjónsson, sem tekinn var tali í þættinum um mál Gunnars. „Eftir Kastljóssþáttinn mögnuðust árásirnar og þá var kominn nýr þátttakandi – formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins – sem bauð mér ýmis gylliboð til að koma mér úr starfi," sagði Gunnar fyrir dómi. Í kjölfar Kastljóssþáttarins hafði stjórn FME fengið lögmanninn Ástráð Haraldsson til að meta að nýju hvort fortíð Gunnars stæði honum fyrir þrifum starfi forstjóra FME. Ástráður komst að því að hann væri ekki vanhæfur en fortíð hans væri þó óheppileg. Gunnari var tilkynnt að til stæði að víkja honum frá störfum.Í hlutverki vinar, ekki forstjóra Gunnar sagði fyrir dómi að þarna hefði hann verið kominn í tímaþröng, og að hann hefði talið að það mundi þjóna hagsmunum sínum að koma af stað opinberri umræðu um viðskipti Guðlaugs Þórs, sem hann taldi geta flokkast sem umboðssvik. „Stjórnin lagðist hart á mig og reyndi að koma mér frá – ég hafði ekki mikinn tíma." Í þessum óvenjulegu kringumstæðum hefði hann haft samband við Þórarin og beðið hann að leita upplýsinga um Bogmanninn. Það hefði hann ekki gert sem forstjóri FME, heldur sem vinur. „Þetta var persónan Gunnar Andersen sem var að berjast fyrir lífi sínu í starfi og hafði samband við persónulegan vin og bað um greiða," útskýrði hann. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði alls ekki beðið Þórarin að rjúfa bankaleynd. Síðan hefði hann komið gögnunum nafnlaust til DV, sem hefði birt frétt um Guðlaug og viðskiptin með tryggingarumboðið.Hélt að rannsókn væri að hefjast Þetta er hins vegar umdeilt í málinu. Þórarinn, sem regluvörður bankans sagðist í gær alltaf hafa álitið „heiðarlegan og góðan starfsmann", kvaðst nefnilega ekki hafa litið svo á að Gunnar hefði haft samband við sig sem gamall vinur, heldur einmitt sem forstjóri FME. Aðeins þess vegna hefði hann orðið við beiðninni. „Ég gat ekki skilið það öðruvísi en að það væri verið að hefja rannsókn á þessu máli innan Fjármálaeftirlitsins," sagði hann í gær. Hann hefði síðan skoðað málið betur og séð nafn Guðlaugs. „Ég sá hverjir áttu félagið og gat vel skilið að Gunnar vildi að slík rannsókn ætti að fara mjög leynt."Leiksoppur í hildarleik Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson sagði í málflutningsræðu sinni að Gunnar gæti ekki „aðskilið sig frá starfi sínu sem forstjóri FME í þessari …ja, það má kalla það krossferð". Hann efaðist ekki um að Gunnar hefði verið undir álagi. „En það afsakar ekki að fara þessa leið, því að hún er auðvitað algjörlega á skjön við refsilög og almennar starfsskyldur hans." Helgi Magnús fór fram á að Þórarni yrði refsað með sekt upp á rúma milljón, en að Gunnar yrði annað hvort dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eða til að greiða minnst þrjár milljónir í sekt. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, fór í löngu máli yfir fjölmarga meinta galla á ákærunni og hvers vegna þeir skyldu varða frávísun málsins. Þá sagði hann að ekki væri refsivert að biðja um leynilegar upplýsingar – ábyrgðin lægi hjá þeim sem afhenti þær. Hilmar Magnússon, verjandi Þórarins, sagði hins vegar að skjólstæðingur hans hefði verið „hafður að leiksoppi í þessum hildarleik Gunnars og Guðlaugs". Hann hefði í versta fallið hegðað sér með gálausum hætti. Dómur verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.fréttablaðið/vilhelm Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), gekkst við því fyrir dómi í gær að hafa komið trúnaðargögnum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til DV í því skyni að koma á hann höggi. Þetta kvaðst hann hafa gert til að freista þess að létta álagi af sjálfum sér, þegar að honum hafi verið sótt úr ýmsum áttum. Gunnar neitaði því hins vegar að hafa með því gerst sekur um refsivert brot á þagnarskyldu. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Gunnari og fyrrverandi starfsmanni Landsbankans fyrir brot á þagnarskyldu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Báðir neituðu sök.„Undir miklu álagi og sætti aðför" Ákæran er á hendur Gunnari og Þórarni Má Þorbjörnssyni, þá starfsmanni Landsbankans til 39 ára og vini Gunnars frá hans tíð í bankanum. Ekki er um það deilt að Gunnar setti sig í samband við Þórarin í febrúar í fyrra og bað hann að afla gagna um viðskipti félagsins Bogmannsins við Landsbankann sem höfðu átt sér stað árið 2003. Bogmaðurinn var félag á vegum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og viðskiptin sem um ræddi voru kaup bankans á líftryggingarumboði af félaginu fyrir 32,7 milljónir. „Ég þekkti hann sem bóngóðan mann og úrræðagóðan," sagði Gunnar um Þórarin í gær. „Ég útskýrði fyrir honum að ég væri undir miklu álagi og sætti aðför," bætti hann við. Hann sagði að um óvægna aðför hefði verið að ræða, sem hefði staðið lengi og úr ýmsum áttum. Þátttakendur hefðu verið menn sem FME hefði kært til sérstaks saksóknara, „leigupennar", lögmenn og jafnvel þingmenn, til dæmis Guðlaugur Þór. Gunnar vék að Kastljóssþætti um málefni hans, sem hefði innihaldið „sviðsett viðtal" við „einhvern lögmann" þar sem veist hefði verið að honum. Þar vísaði hann til umfjöllunar Kastljóss 17. nóvember 2011 um aðkomu hans að starfsemi aflandsfélaga Landsbankans á fyrri hluta síðasta áratugar. Umræddur lögmaður er Sigurður G. Guðjónsson, sem tekinn var tali í þættinum um mál Gunnars. „Eftir Kastljóssþáttinn mögnuðust árásirnar og þá var kominn nýr þátttakandi – formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins – sem bauð mér ýmis gylliboð til að koma mér úr starfi," sagði Gunnar fyrir dómi. Í kjölfar Kastljóssþáttarins hafði stjórn FME fengið lögmanninn Ástráð Haraldsson til að meta að nýju hvort fortíð Gunnars stæði honum fyrir þrifum starfi forstjóra FME. Ástráður komst að því að hann væri ekki vanhæfur en fortíð hans væri þó óheppileg. Gunnari var tilkynnt að til stæði að víkja honum frá störfum.Í hlutverki vinar, ekki forstjóra Gunnar sagði fyrir dómi að þarna hefði hann verið kominn í tímaþröng, og að hann hefði talið að það mundi þjóna hagsmunum sínum að koma af stað opinberri umræðu um viðskipti Guðlaugs Þórs, sem hann taldi geta flokkast sem umboðssvik. „Stjórnin lagðist hart á mig og reyndi að koma mér frá – ég hafði ekki mikinn tíma." Í þessum óvenjulegu kringumstæðum hefði hann haft samband við Þórarin og beðið hann að leita upplýsinga um Bogmanninn. Það hefði hann ekki gert sem forstjóri FME, heldur sem vinur. „Þetta var persónan Gunnar Andersen sem var að berjast fyrir lífi sínu í starfi og hafði samband við persónulegan vin og bað um greiða," útskýrði hann. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði alls ekki beðið Þórarin að rjúfa bankaleynd. Síðan hefði hann komið gögnunum nafnlaust til DV, sem hefði birt frétt um Guðlaug og viðskiptin með tryggingarumboðið.Hélt að rannsókn væri að hefjast Þetta er hins vegar umdeilt í málinu. Þórarinn, sem regluvörður bankans sagðist í gær alltaf hafa álitið „heiðarlegan og góðan starfsmann", kvaðst nefnilega ekki hafa litið svo á að Gunnar hefði haft samband við sig sem gamall vinur, heldur einmitt sem forstjóri FME. Aðeins þess vegna hefði hann orðið við beiðninni. „Ég gat ekki skilið það öðruvísi en að það væri verið að hefja rannsókn á þessu máli innan Fjármálaeftirlitsins," sagði hann í gær. Hann hefði síðan skoðað málið betur og séð nafn Guðlaugs. „Ég sá hverjir áttu félagið og gat vel skilið að Gunnar vildi að slík rannsókn ætti að fara mjög leynt."Leiksoppur í hildarleik Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson sagði í málflutningsræðu sinni að Gunnar gæti ekki „aðskilið sig frá starfi sínu sem forstjóri FME í þessari …ja, það má kalla það krossferð". Hann efaðist ekki um að Gunnar hefði verið undir álagi. „En það afsakar ekki að fara þessa leið, því að hún er auðvitað algjörlega á skjön við refsilög og almennar starfsskyldur hans." Helgi Magnús fór fram á að Þórarni yrði refsað með sekt upp á rúma milljón, en að Gunnar yrði annað hvort dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eða til að greiða minnst þrjár milljónir í sekt. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Gunnars, fór í löngu máli yfir fjölmarga meinta galla á ákærunni og hvers vegna þeir skyldu varða frávísun málsins. Þá sagði hann að ekki væri refsivert að biðja um leynilegar upplýsingar – ábyrgðin lægi hjá þeim sem afhenti þær. Hilmar Magnússon, verjandi Þórarins, sagði hins vegar að skjólstæðingur hans hefði verið „hafður að leiksoppi í þessum hildarleik Gunnars og Guðlaugs". Hann hefði í versta fallið hegðað sér með gálausum hætti. Dómur verður kveðinn upp innan fjögurra vikna.fréttablaðið/vilhelm
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira