Svíar völdu ekki siguratriði sitt í Eurovision Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. mars 2013 06:00 Á föstudaginn kemur í ljós á hvaða tungumáli Ég á líf verður flutt í Eurovision í maí. Fréttablaðið/Valli Nú kemur senn í ljós hvernig íslenska atriðið í Eurovision mun líta út. Upptökur á tónlistarmyndbandinu standa yfir þessa dagana og er áætlað að þeim ljúki á morgun, en hluti þess gerist á hafi úti. Myndbandið verður frumsýnt í hádeginu á föstudaginn og kemur þá meðal annars í ljós á hvaða tungumáli íslenska framlagið, Ég á líf, verður. Að sögn Örlygs Smára, annars höfunda lagsins, hefur þegar verið saminn texti við það á íslensku, ensku, frönsku og spænsku, svo það er aldrei að vita nema það verði fjölbreytileiki í lokaútgáfunni. Flestar þjóðir standa í ströngu við lokaundirbúning síns atriðis um þessar mundir og völdu Svíar sitt framlag til að mynda um helgina sem leið, eftir fimm undankeppnir, og Robin Sternberg stóð uppi sem sigurvegari með lagið You. Það vekur þó athygli að sænska þjóðin var hrifnari af glysrokkaranum YOHIO og vildi lag hans, Heartbreak Hotel, sem sinn fulltrúa. Fyrirkomulagið í sænsku undankeppninni er þannig að símakosning landsmanna vegur til helminga á móti ellefu alþjóðlegum dómnefndum, þar á meðal einni íslenskri. Robin virðist hafa sigrað hugi og hjörtu þessara dómnefnda og hlaut 91 stig frá þeim á meðan YOHIO fékk aðeins 30. YOHIO vann þó símakosninguna með yfirburðum og hlaut 103 atkvæði en Robin var í öðru sæti með 75. Þrátt fyrir þennan skýra vilja þjóðarinnar þurfti YOHIO því að láta í minni pokann, með 133 stig, gegn 166 stigum Robin. Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Nú kemur senn í ljós hvernig íslenska atriðið í Eurovision mun líta út. Upptökur á tónlistarmyndbandinu standa yfir þessa dagana og er áætlað að þeim ljúki á morgun, en hluti þess gerist á hafi úti. Myndbandið verður frumsýnt í hádeginu á föstudaginn og kemur þá meðal annars í ljós á hvaða tungumáli íslenska framlagið, Ég á líf, verður. Að sögn Örlygs Smára, annars höfunda lagsins, hefur þegar verið saminn texti við það á íslensku, ensku, frönsku og spænsku, svo það er aldrei að vita nema það verði fjölbreytileiki í lokaútgáfunni. Flestar þjóðir standa í ströngu við lokaundirbúning síns atriðis um þessar mundir og völdu Svíar sitt framlag til að mynda um helgina sem leið, eftir fimm undankeppnir, og Robin Sternberg stóð uppi sem sigurvegari með lagið You. Það vekur þó athygli að sænska þjóðin var hrifnari af glysrokkaranum YOHIO og vildi lag hans, Heartbreak Hotel, sem sinn fulltrúa. Fyrirkomulagið í sænsku undankeppninni er þannig að símakosning landsmanna vegur til helminga á móti ellefu alþjóðlegum dómnefndum, þar á meðal einni íslenskri. Robin virðist hafa sigrað hugi og hjörtu þessara dómnefnda og hlaut 91 stig frá þeim á meðan YOHIO fékk aðeins 30. YOHIO vann þó símakosninguna með yfirburðum og hlaut 103 atkvæði en Robin var í öðru sæti með 75. Þrátt fyrir þennan skýra vilja þjóðarinnar þurfti YOHIO því að láta í minni pokann, með 133 stig, gegn 166 stigum Robin.
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira