Dansa snjódans á hverju kvöldi Álfrún Pálsdóttir skrifar 9. mars 2013 06:00 Davíð Óskar Ólafsson og Ragnar Bragason er farið að lengja eftir að geta klárað tökur á málmhaus en snjóleysi á suðurlandi setur strik í reikninginn. „Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira