Hverjir komast áfram í Söngvakeppninni í kvöld? 25. janúar 2013 06:00 Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matarbloggari og Eurovision-aðdáandi. Vignir Rafn Valþórsson, leikari og tónlistarunnandi. Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. Hér fyrir neðan er hægt að lesa lýsingar Evu og Vignis og í lokin velja þau það lag sem þau telja sigurstranglegast í kvöld. Eins og fyrr hefur komið fram skiptast lögin tólf niður á tvær forkeppnir sem fara fram í kvöld og á morgun. Sex lög komast áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Á morgun mæta þau Eva Laufey og Vignir Rafn aftur til leiks og hlusta á lögin sem keppa þá. Úrslitakeppnin fer síðan fram næstu helgi. Þar gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar.Davíð og Jóhanna Guðrún.Þú Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson Flytjandi: Jóhanna Guðrún Eva Laufey: „Jóhanna Guðrún er í algjörum sérflokki. Lagið er vel útfært, bæði grípandi og með góða Eurovision formúlu. Möguleikarnir í kvöld verða að teljast dágóðir og ég tel möguleikana einnig mikla í Svíþjóð þar sem Jóhanna Guðrún nýtur mikilla vinsælda í Eurovision- heiminum. Það gæti skilað okkur mörgum stigum, og við verðum að hugsa í stigum." Vignir Rafn: „Is it true er eitt besta lag allra tíma (ekki djók) og er það ekki síst stórkostlegum söng Jóhönnu að þakka. Hér er aftur á móti eitthvað allt annað í gangi. Sveitaballagítarstömm með ágætis lokakafla sem meira að segja Jóhanna nær ekki að bjarga. Maður á ekki að stæra sig af því að hafa samið lag á hálftíma þegar það hljómar svona."Magni og Sveinn Rúnar.Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson Eva Laufey: „Magni er í essinu sínu í þessu lagi og það er spurning hvort þetta sé árið hans? Textinn er sá fallegasti í keppninni að mínu mati og þetta er kraftmikið lag sem Magni kemur mjög vel frá sér. Magni er pottþéttur flytjandi sem á stóran aðdáendahóp og því tel ég möguleika hans í kvöld vera mikla." Vignir Rafn: „Magni mættur og það með trukki. Hér er á ferðinni hreinræktuð júrórokk ballaða þar sem allt gjörsamlega allt gengur upp. Epísk byrjun, gott gítarriff, fínt júróbreik og góð öskur inn á milli. Það er ekki erfitt að sjá Magna fyrir sér á stóra sviðinu með alla rockstar taktana hreinu og sæta stelpu sem þykist vera að spila á fiðlu við hlið sér. Nenniru að kaupa Snus handa mér í Svíþjóð Magni?"Hreindís Ylva, Svavar Knútur og Hallgrímur.Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur og Hreindís Ylva. Eva Laufey: „Þetta er rosalega krúttlegt lag sem mér finnst að gæti vel átt heima í teiknimynd. Það situr lítið eftir nema þá "lalalala" og ég er hrædd um að lagið týnist í keppninni. Ég held að það komist ekki áfram en er engu að síður sætt lag sem á kannski heima á öðrum stöðum en Eurovision." Vignir Rafn: „Jah, hvar skal byrja? Maður getur ekki annað en hugsað til laganna sem að komust ekki í keppnina þegar maður heyrir þetta. Gjörsamlega andlaust og óspennandi lag. Það er ótrúlegt að þetta komi frá sama manni og samdi hið frábæra Ég trúi á betra líf með Magna sem hefði átt að vinna keppnina í fyrra. Það bjargar engu að láta brosmilda trúbadorinn Svavar Knút syngja þetta og svo hlýtur að vera hægt að láta hina fínu söngkonu Hreindísi Ylvu gera meira en að raula lagið í bakgrunni. Lalala kaflinn í lokinn bendir svo til að þeir hafi ekki einu sinni nennt að semja meiri texta við þessi ósköp. Sorry."Þórir Úlfarsson og Edda Viðarsdóttir. Mynd/RÚVSá sem lætur hjartað ráða för Lag: Þórir Úlfarsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Edda Viðarsdóttir Eva Laufey: „Edda flytur lagið vel en það er ekki nógu afgerandi til þess að ná mér á þremur mínútum. Það er lágstemmt og ég er hrædd um að það sé of kraftlaust fyrir Eurovision. Ég held að lagið endi neðarlega í kvöld." Vignir Rafn: „Hér er fallegur heimilisiðnaður í gangi, hann semur hún syngur. En þetta er ekki hannyrðasýning og þrátt fyrir ágætis júróbreik í lokin þá er þetta ekki keppnishæft lag. Hefði verið fínt í teiknimynd sem færi beint á video. Vonandi rata hjónakorn samt aftur heim eins og segir í ágætum textnum, þau eru allavega ekki á leið til Malmö."Örlygur Smári, Pétur Örn og Eyþór Ingi. Mynd/RÚVÉg á líf Lag og texti: Örlygur Smári & Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi Eva Laufey: „Þetta lag finnst mér eitt það sterkasta í keppninni í ár. Eyþór Ingi er mjög öruggur í flutningnum og lagið er vel samið. Það hefði þó verið skemmtilegt að heyra meiri kraft í laginu því Eyþór getur sannarlega þanið raddböndin, og það mjög vel. Ég er spennt að fylgjast með þessu lagi í kvöld." Vignir Rafn: „Jess! loksins alvöru blast söngvari í Júróvisjón hugsaði ég þegar ég sá að Eyþór væri með í ár. Og þvílík vonbrigði. Lágstemmt raul með smá hækkun í viðlaginu. Óskiljanlegt að nota ekki einn besta söngvara landsins betur. Lagið nær sér aldrei almennilega á flug. Það hjálpar svo ekki að endurtaka nafn lagsins 23 sinnum. Leiðinlegt!"Birgitta, Sylvía og Jonas. Mynd/RÚVMeðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir & Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down & Primoz Poglajen Flytjandi: Birgitta Haukdal Eva Laufey: „Ég fagna endurkomu Birgittu því ég hef saknað hennar úr keppninni. Lagið er öðruvísi og sker sig frá hinum. Birgitta er ótrúlega flott söngkona og hefur góða sviðsframkomu. Lagið er líka grípandi og kraftur í því svo ég spái því góðu gengi." Vignir Rafn: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til Euphoria frá því í fyrra þegar þetta lag byrjar. Og lagið fellur með því, það er einfaldlega ekki góð hugmynd að stæla stórkostleg lög. Birgitta syngur þetta fallega og verður gaman að sjá hvernig hún tekur lúppurnar í lokin (sem eru undarlega aftarlega í mixinu) þar er hugsanlega smá gæsahúðar moment. Ég er þó ansi hræddur um að vindvélin (sem ég þori að veðja að verði í gangi) ná ekki að feykja þeim til Svíþjóðar."Sigurstranglegasta lagið í kvöld? Eva Laufey: Ég á líf Vignir Rafn: Ekki líta undan Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar 2013 fara fram í sjónvarpssal í kvöld. Fréttablaðið fékk þau Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur og Vigni Rafn Valþórsson til að hlusta á lögin sex sem keppa í kvöld og leggja sitt mat á þau. Hér fyrir neðan er hægt að lesa lýsingar Evu og Vignis og í lokin velja þau það lag sem þau telja sigurstranglegast í kvöld. Eins og fyrr hefur komið fram skiptast lögin tólf niður á tvær forkeppnir sem fara fram í kvöld og á morgun. Sex lög komast áfram í úrslitin, mögulega sjö ef mjótt verður á munum. Á morgun mæta þau Eva Laufey og Vignir Rafn aftur til leiks og hlusta á lögin sem keppa þá. Úrslitakeppnin fer síðan fram næstu helgi. Þar gilda atkvæði þjóðarinnar til helmings við atkvæði sérstakar dómnefndar, sem endranær. Sú breyting verður þó á í ár að þau tvö efstu heyja einvígi sín á milli og verða flutt aftur þegar úrslitin liggja fyrir. Áhorfendur fá þá tækifæri til að kjósa á milli þeirra tveggja og það sem sigrar þá kosningu sigrar keppnina. Valið um sigurlagið liggur því að lokum hjá þjóðinni en á síðasta ári sköpuðust umræður um vægi dómnefndar.Davíð og Jóhanna Guðrún.Þú Lag og texti: Davíð Sigurgeirsson Flytjandi: Jóhanna Guðrún Eva Laufey: „Jóhanna Guðrún er í algjörum sérflokki. Lagið er vel útfært, bæði grípandi og með góða Eurovision formúlu. Möguleikarnir í kvöld verða að teljast dágóðir og ég tel möguleikana einnig mikla í Svíþjóð þar sem Jóhanna Guðrún nýtur mikilla vinsælda í Eurovision- heiminum. Það gæti skilað okkur mörgum stigum, og við verðum að hugsa í stigum." Vignir Rafn: „Is it true er eitt besta lag allra tíma (ekki djók) og er það ekki síst stórkostlegum söng Jóhönnu að þakka. Hér er aftur á móti eitthvað allt annað í gangi. Sveitaballagítarstömm með ágætis lokakafla sem meira að segja Jóhanna nær ekki að bjarga. Maður á ekki að stæra sig af því að hafa samið lag á hálftíma þegar það hljómar svona."Magni og Sveinn Rúnar.Ekki líta undan Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Magni Ásgeirsson Eva Laufey: „Magni er í essinu sínu í þessu lagi og það er spurning hvort þetta sé árið hans? Textinn er sá fallegasti í keppninni að mínu mati og þetta er kraftmikið lag sem Magni kemur mjög vel frá sér. Magni er pottþéttur flytjandi sem á stóran aðdáendahóp og því tel ég möguleika hans í kvöld vera mikla." Vignir Rafn: „Magni mættur og það með trukki. Hér er á ferðinni hreinræktuð júrórokk ballaða þar sem allt gjörsamlega allt gengur upp. Epísk byrjun, gott gítarriff, fínt júróbreik og góð öskur inn á milli. Það er ekki erfitt að sjá Magna fyrir sér á stóra sviðinu með alla rockstar taktana hreinu og sæta stelpu sem þykist vera að spila á fiðlu við hlið sér. Nenniru að kaupa Snus handa mér í Svíþjóð Magni?"Hreindís Ylva, Svavar Knútur og Hallgrímur.Lífið snýst Lag: Hallgrímur Óskarsson Texti: Hallgrímur Óskarsson og Svavar Knútur Kristinsson Flytjendur: Svavar Knútur og Hreindís Ylva. Eva Laufey: „Þetta er rosalega krúttlegt lag sem mér finnst að gæti vel átt heima í teiknimynd. Það situr lítið eftir nema þá "lalalala" og ég er hrædd um að lagið týnist í keppninni. Ég held að það komist ekki áfram en er engu að síður sætt lag sem á kannski heima á öðrum stöðum en Eurovision." Vignir Rafn: „Jah, hvar skal byrja? Maður getur ekki annað en hugsað til laganna sem að komust ekki í keppnina þegar maður heyrir þetta. Gjörsamlega andlaust og óspennandi lag. Það er ótrúlegt að þetta komi frá sama manni og samdi hið frábæra Ég trúi á betra líf með Magna sem hefði átt að vinna keppnina í fyrra. Það bjargar engu að láta brosmilda trúbadorinn Svavar Knút syngja þetta og svo hlýtur að vera hægt að láta hina fínu söngkonu Hreindísi Ylvu gera meira en að raula lagið í bakgrunni. Lalala kaflinn í lokinn bendir svo til að þeir hafi ekki einu sinni nennt að semja meiri texta við þessi ósköp. Sorry."Þórir Úlfarsson og Edda Viðarsdóttir. Mynd/RÚVSá sem lætur hjartað ráða för Lag: Þórir Úlfarsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Edda Viðarsdóttir Eva Laufey: „Edda flytur lagið vel en það er ekki nógu afgerandi til þess að ná mér á þremur mínútum. Það er lágstemmt og ég er hrædd um að það sé of kraftlaust fyrir Eurovision. Ég held að lagið endi neðarlega í kvöld." Vignir Rafn: „Hér er fallegur heimilisiðnaður í gangi, hann semur hún syngur. En þetta er ekki hannyrðasýning og þrátt fyrir ágætis júróbreik í lokin þá er þetta ekki keppnishæft lag. Hefði verið fínt í teiknimynd sem færi beint á video. Vonandi rata hjónakorn samt aftur heim eins og segir í ágætum textnum, þau eru allavega ekki á leið til Malmö."Örlygur Smári, Pétur Örn og Eyþór Ingi. Mynd/RÚVÉg á líf Lag og texti: Örlygur Smári & Pétur Örn Guðmundsson Flytjandi: Eyþór Ingi Eva Laufey: „Þetta lag finnst mér eitt það sterkasta í keppninni í ár. Eyþór Ingi er mjög öruggur í flutningnum og lagið er vel samið. Það hefði þó verið skemmtilegt að heyra meiri kraft í laginu því Eyþór getur sannarlega þanið raddböndin, og það mjög vel. Ég er spennt að fylgjast með þessu lagi í kvöld." Vignir Rafn: „Jess! loksins alvöru blast söngvari í Júróvisjón hugsaði ég þegar ég sá að Eyþór væri með í ár. Og þvílík vonbrigði. Lágstemmt raul með smá hækkun í viðlaginu. Óskiljanlegt að nota ekki einn besta söngvara landsins betur. Lagið nær sér aldrei almennilega á flug. Það hjálpar svo ekki að endurtaka nafn lagsins 23 sinnum. Leiðinlegt!"Birgitta, Sylvía og Jonas. Mynd/RÚVMeðal andanna Lag: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir & Jonas Gladnikoff Texti: Birgitta Haukdal, Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir, Michael James Down & Primoz Poglajen Flytjandi: Birgitta Haukdal Eva Laufey: „Ég fagna endurkomu Birgittu því ég hef saknað hennar úr keppninni. Lagið er öðruvísi og sker sig frá hinum. Birgitta er ótrúlega flott söngkona og hefur góða sviðsframkomu. Lagið er líka grípandi og kraftur í því svo ég spái því góðu gengi." Vignir Rafn: „Maður kemst ekki hjá því að hugsa til Euphoria frá því í fyrra þegar þetta lag byrjar. Og lagið fellur með því, það er einfaldlega ekki góð hugmynd að stæla stórkostleg lög. Birgitta syngur þetta fallega og verður gaman að sjá hvernig hún tekur lúppurnar í lokin (sem eru undarlega aftarlega í mixinu) þar er hugsanlega smá gæsahúðar moment. Ég er þó ansi hræddur um að vindvélin (sem ég þori að veðja að verði í gangi) ná ekki að feykja þeim til Svíþjóðar."Sigurstranglegasta lagið í kvöld? Eva Laufey: Ég á líf Vignir Rafn: Ekki líta undan
Tónlist Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp