Lífið

Músíktilraunir í Hörpu

Daði Freyr Pétursson og Gunnlaugur Bjarnason í Retrobot. Mynd/Stefán
Daði Freyr Pétursson og Gunnlaugur Bjarnason í Retrobot. Mynd/Stefán
Músíktilraunir 2013 verða haldnar í Silfurbergi í Hörpu þetta árið. Þetta verður í fyrsta sinn sem tilraunirnar verða haldnar í Hörpu en í fyrra fóru þær fram í Austurbæ. Undankvöldin verða frá 17. til 20. mars og úrslitakvöldið verður 23.mars. Einnig hefur heimasíða keppninnar verið sett í gang. Opnað verður fyrir skráningu á Musiktilraunir.is 18. febrúar og lýkur henni 3. mars. Hljómsveitin Retrobot vann Músíktilraunir í fyrra. Þar áður bar Samaris sigur úr býtum og árið 2010 var það Of Monsters and Men sem fagnaði sigri.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.