Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið 5. ágúst 2013 14:00 Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sjónarvottar segja að svo virðist sem vélin hafi gert tilraun til að lenda á brautinni með þeim afleiðingum að tveir létust og þriðji maðurinn sem var um borð slasaðist. Flugvélin gjöreyðilagðist þegar hún skall niður og dreifðist brakið um stórt svæði. Vélin, TF MYX, sem er sjúkraflugvél frá Mýflugi, hafði hætt við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu áður og var að að fljúga hring um völlinn fyrir annað aðflug, að því er segir í tilkynningu frá Mýflugi. Vélin var að koma úr sjúkraflugi þegar slysið varð og um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.Hér má sjá kort frá Akureyri þar sem flugvélin brotlenti.Uppfært klukkan 17.28 Um borð i flugvélinni sem fórst hjá kvartmílubrautinni í nágrenni Akureyrar á öðrum tímanum í dag voru flugstjórim flugmaður og sjúkraflutningamaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mýflugi. Flugvélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Flugvélin hafði hætt við lendingu skömmu áður og var að fljúga hring um flugvöllinn fyrir annað aðflug. Fjöldi vitna varð að slysinu. Fram kemur í tilkynningunni að hugur starfsfólks Mýflugs sé hjá aðstandendum og vill fyrirtækið biðja þá sem hafa upplýsingar að snúa sér til rannsóknarnefndar samgönguslysa en ekki láta slíkar upplýsingar á samfélagsmiðla eða til óviðkomandi. Samráðshópur vegna slyssins verður í starfsstöð félagsins í skýli 13 á Akureyrarflugvelli. Í tilkynningu Mýflugs kemur fram að markmið félagsins séu: 1. Að hlúa að aðstandendum og starfsfólki 2. Aðstoða yfirvöld við rannsókn slyssins 3. Koma réttum upplýsingum út til almennings eins fljótt og auðið er. 4. Tryggja sjúkraflugsþjónustu. Engu verður til sparað til að þessi markmið nái fram að ganga.Hluti af braki flugvélarinnar á slysstað í dag.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 16.10 Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að Viðbragðsaðilar séu enn við störf á vettvangi og er fólk beðið að virða lokanir. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur lokið störfum. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju. Þeir sem telja sig þurfa á sálrænum stuðningi að halda vegna slyssins geta leitað þangað.Uppfært klukkan 15.54 Tveir létust í flugslysinu á Akureyri í dag. Þetta staðfesti lögregla í samtali við Fréttastofu rétt í þessu. Þriðji maðurinn liggur á sjúkrahúsi, en hann er ekki alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru enn óljós.Rauði krossinn var með fjöldahjálparaðstoð í Glerárkirkju, en þar sóttu um 70 manns áfallahjálp.MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSONUppfært klukkan 15.11Mýflug hf sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að flugvél félagsins, TF-MYX, hafi farist á öðrum tímanum í dag í nágrenni Akureyrar við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö og því varð mikill fjöldi fólks vitni að slysinu. Björgunarlið er enn á vettvangi við störf. Rannsóknarnefnd samgögnuslysa er á leið á staðinn. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju.Uppfært klukkan14.40Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar hafa þeir sem voru í vélinni verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir eru alvarlega slasaðir. Flugvélin er gerónýt.Brak flugvélarinnar dreifðist yfir stórt svæði.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 14.20Í tilkynningu sem Almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu segir að Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hafi verið virkjuð klukkan 13:30 vegna flugvélar sem brotlenti á Hliðarfjallssvegi við Akureyri. Björgunarlið hefur verið virkjað samkvæmt flugslysaáætlun Akureyrarflugvallar. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn.Frétt klukkan 14.00Eldur var um tíma laus í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er slysið mjög alvarlegt. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið sett í gang hjá Almannavörnum. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarmanna hefur verið sent á vettvang og eru björgunaraðgerðir í fullum gangi. Að sögn sjónarvotta er vélin mikið skemmd. Lögreglan hefur nú girt svæðið af. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Sjónarvottar segja að svo virðist sem vélin hafi gert tilraun til að lenda á brautinni með þeim afleiðingum að tveir létust og þriðji maðurinn sem var um borð slasaðist. Flugvélin gjöreyðilagðist þegar hún skall niður og dreifðist brakið um stórt svæði. Vélin, TF MYX, sem er sjúkraflugvél frá Mýflugi, hafði hætt við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu áður og var að að fljúga hring um völlinn fyrir annað aðflug, að því er segir í tilkynningu frá Mýflugi. Vélin var að koma úr sjúkraflugi þegar slysið varð og um borð voru flugstjóri, flugmaður og sjúkraflutningamaður. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka nú tildrög slyssins.Hér má sjá kort frá Akureyri þar sem flugvélin brotlenti.Uppfært klukkan 17.28 Um borð i flugvélinni sem fórst hjá kvartmílubrautinni í nágrenni Akureyrar á öðrum tímanum í dag voru flugstjórim flugmaður og sjúkraflutningamaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mýflugi. Flugvélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Flugvélin hafði hætt við lendingu skömmu áður og var að fljúga hring um flugvöllinn fyrir annað aðflug. Fjöldi vitna varð að slysinu. Fram kemur í tilkynningunni að hugur starfsfólks Mýflugs sé hjá aðstandendum og vill fyrirtækið biðja þá sem hafa upplýsingar að snúa sér til rannsóknarnefndar samgönguslysa en ekki láta slíkar upplýsingar á samfélagsmiðla eða til óviðkomandi. Samráðshópur vegna slyssins verður í starfsstöð félagsins í skýli 13 á Akureyrarflugvelli. Í tilkynningu Mýflugs kemur fram að markmið félagsins séu: 1. Að hlúa að aðstandendum og starfsfólki 2. Aðstoða yfirvöld við rannsókn slyssins 3. Koma réttum upplýsingum út til almennings eins fljótt og auðið er. 4. Tryggja sjúkraflugsþjónustu. Engu verður til sparað til að þessi markmið nái fram að ganga.Hluti af braki flugvélarinnar á slysstað í dag.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 16.10 Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að Viðbragðsaðilar séu enn við störf á vettvangi og er fólk beðið að virða lokanir. Lögreglan á Akureyri og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur lokið störfum. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju. Þeir sem telja sig þurfa á sálrænum stuðningi að halda vegna slyssins geta leitað þangað.Uppfært klukkan 15.54 Tveir létust í flugslysinu á Akureyri í dag. Þetta staðfesti lögregla í samtali við Fréttastofu rétt í þessu. Þriðji maðurinn liggur á sjúkrahúsi, en hann er ekki alvarlega slasaður. Tildrög slyssins eru enn óljós.Rauði krossinn var með fjöldahjálparaðstoð í Glerárkirkju, en þar sóttu um 70 manns áfallahjálp.MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSONUppfært klukkan 15.11Mýflug hf sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að flugvél félagsins, TF-MYX, hafi farist á öðrum tímanum í dag í nágrenni Akureyrar við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Vélin brotlenti við endann á akstursíþróttabraut Bílaklúbbs Akureyrar en keppni í götuspyrnu átti að hefjast þar klukkan tvö og því varð mikill fjöldi fólks vitni að slysinu. Björgunarlið er enn á vettvangi við störf. Rannsóknarnefnd samgögnuslysa er á leið á staðinn. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju.Uppfært klukkan14.40Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar hafa þeir sem voru í vélinni verið fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Þeir eru alvarlega slasaðir. Flugvélin er gerónýt.Brak flugvélarinnar dreifðist yfir stórt svæði.MYND/BALDVIN ÞEYRUppfært klukkan 14.20Í tilkynningu sem Almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu segir að Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hafi verið virkjuð klukkan 13:30 vegna flugvélar sem brotlenti á Hliðarfjallssvegi við Akureyri. Björgunarlið hefur verið virkjað samkvæmt flugslysaáætlun Akureyrarflugvallar. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á staðinn.Frétt klukkan 14.00Eldur var um tíma laus í vélinni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er slysið mjög alvarlegt. Hæsta viðbúnaðarstig hefur verið sett í gang hjá Almannavörnum. Allt tiltækt lið lögreglu, slökkviliðs og björgunarmanna hefur verið sent á vettvang og eru björgunaraðgerðir í fullum gangi. Að sögn sjónarvotta er vélin mikið skemmd. Lögreglan hefur nú girt svæðið af.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira