Lúxusvandamál að velja lög með ELO Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 12. febrúar 2013 00:01 ELO var feikivinsæl á seinni hluta síðustu aldar. Jeff Lynne og félagar hans hafa selt yfir 50 milljónir platna á heimsvísu. „Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón. Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
„Þetta verða sitjandi tónleikar en ég geri alveg ráð fyrir því að hörðustu aðdáendurnir munu eiga erfitt með að sitja kyrrir á köflum," segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem stýrir heiðurstónleikum fyrir rokkhljómsveitina ELO í apríl. Electric Light Orchestra, eða ELO, er bresk hljómsveit sem spilar sinfónískt rokk og var feikivinsæl um allan heim frá 1971 og langt fram undir níunda áratuginn. Sveitin gaf út ellefu plötur á þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og hefur í dag selt yfir 50 milljónir platna um allan heim. „Ég hlustaði mikið á ELO sjálfur sem unglingur. Ég fékk plötuna A New World Record í fermingargjöf og spilaði hana sundur og saman. Næstu árin keypti ég mér svo allar plötur sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt gaman af þessum grípandi lögum Jeffs Lynne," segir Jón. Lynne stjórnaði meðal annars upptökum hjá Bítlunum og Traveling Wilburys. Lynne var annar stofnandi ELO og hefur verið mikill áhrifavaldur í tónlistarheiminum. Blaðið The Washington Times setti hann til að mynda í fjórða sæti yfir áhrifamestu upptökustjóra allra tíma. ELO átti fjöldamarga smelli á meðan hún starfaði og átti sveitin til að mynda 27 lög á topp 40 listum í Bretlandi og Bandaríkjunum á árunum 1972 til 1986. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar má nefna Evil Woman og Telephone Line og segir Jón það vera algjört lúxusvandamál að velja lög til að taka á tónleikunum. „Mér er nokkur vandi þar á höndum því það eru svo mörg góð lög. Öll vinsælustu lögin þeirra verða vitaskuld á prógramminu en auk þess leyfum við óvæntum gimsteinum að fljóta með," segir hann. Fjórtán manns munu reyna að fylla í fótspor Jeffs Lynne og félaga á sviði Eldborgarsals Hörpu þann 13. apríl næstkomandi undir stjórn Jóns. Það þýddi ekkert minna en stórskotalið rokkara og um sönginn sjá engir aðrir en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guðmundsson. „Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég hafði samband við Eirík að hann er gríðarlega mikill ELO-aðdáandi sjálfur. Hinir virtust svo vera vel með á nótunum líka. Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir söngvara og það er ekki síst þess vegna sem þessir frábæru menn urðu fyrir valinu," segir Jón.
Tónlist Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira