Stofna umhverfissjóð til verndar Laugavegi Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2013 12:07 Þúsund krónur eru nefndar sem upphæð umhverfisgjaldsins. Ef þeir sem ganga Laugaveginn greiða það gjald væru árlegar tekjur sex til átta milljónir króna. Mynd/Hreinn Óskarsson Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur. Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira
Stjórn Ferðafélags Íslands hefur stofnað umhverfissjóð til að byggja upp þjónustu og vernda náttúru í Þórsmörk, Landmannalaugum og á hinni vinsælu gönguleið þar á milli – Laugaveginum. Í fyrstu verður tekna aflað með lágu gjaldi til viðbótar við fargjöld og gistingu. Eins er Ferðafélagið að ganga frá samningum við fimm fyrirtæki sem bakhjarla sjóðsins. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, býst við að úr nokkrum milljónum króna verði að moða strax í vor. „Síðan, árið 2015, munum við taka upp umhverfisgjald sem verður fellt inn í okkar sölu á gistingu og ferðum. Við vonumst því til að sjóðurinn verði verulega öflugur þegar fram líða stundir,“ segir Ólafur. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni þá er mat sérfræðinga að 30% af 90 kílómetra löngu stígakerfi Þórsmerkursvæðisins séu í slæmu eða afleitu ástandi. Eins var greint frá því að tugir sjálfboðaliða, margir hverjir útlendingar, hafa unnið við uppbyggingu af veikum mætti. Talið er að viðgerðir á stígakerfinu taki um áratug – með sama áframhaldi og að því gefnu að starfsfé fáist til verksins. Í stjórn umhverfissjóðs Ferðafélagsins er stefnt að því að virkja fulltrúa frá sveitarfélögunum á svæðinu – Rangárþingi ytra og eystra, Skaftárhreppi og Bláskógabyggð. Eins verður sóst eftir að fá inn í stjórn fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bakhjörlunum fimm, sem áður voru nefndir. „Stjórnin ákveður hvert framlög renna, en fyrsta kastið er það ætlunin að þessir peningar fari til endurbóta á göngustígum og til verndar umhverfisins almennt. Einnig til bættrar þjónustu á starfssvæði Ferðafélagsins,“ segir Ólafur. Ferðafélagið lagði Laugaveginn á sínum tíma og á nokkra gistiskála sem varða veginn. Þórsmörk er síðan hið eina sanna heimasetur í huga margra félagsmanna. „Laugavegurinn, með upphafspunkta í Landmannalaugum og í Þórsmörk, er orðinn ein af tíu eftirsóttustu gönguleiðum í heimi – ef horft er til upplýsinga frá Lonely Planet og National Geographic. Uppbygging er því nauðsynleg, ekki aðeins bætt þjónusta heldur einnig að gætt sé að náttúrunni. Það stendur engum nær en Ferðafélaginu að fóstra það,“ segir Ólafur.
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Samfélagið þurfi að koma sér saman um símasiði Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Sjá meira